Snarrótin — Samtök um borgaraleg réttindi

Snarrótin – Samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum.

Markmið félagsins er að efla gagnrýna umræðu um brýn samfélagsmál, kalla til nýjar og ferskar raddir og rjúfa þá bannhelgi sem ríkt hefur um viðkvæm málefni. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fyrirlestrahaldi, námskeiðum, birtingu fræðsluefnis, upplýsingamiðlun og með samstarfi við önnur mannréttindasamtök. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum.

Snarrótin – Samtök um borgaraleg réttindi var stofnuð 1. desember 2012. Stofnendur voru Sigurfreyr Jónasson, Stefán Þorgrímsson og Pétur Þorsteinsson. Fyrsta árið gegndi Sigurfreyr formennsku samtakanna en baðst lausnar vegna anna við önnur verkefni og Pétur Þorsteinsson tók við sem formaður. Nokkru síðar baðst Stefán lausnar sem gjaldkeri vegna búflutninga erlendis og Júlía Birgisdóttir tók við sem gjaldkeri Snarrótarinnar.

Stjórn Snarrótarinnar skipa:

Eva Björk Káradóttir skipuleggur starf sjálfboðaliða Snarrótarinnar. Þau sem vilja leggja starfseminni lið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við hana – eva@snarrotin.is. Þá munu Gráúlfarnir – Félag Snarrætinga á eftirlaunum lesa yfir, leiðrétta og veita góð ráð um orðalag í greinum sem birtast á vefsetri Snarrótarinnar.  Sjálfboðaliðar óskast, vinsamlegast hafið samband við Pétur Þorsteinsson – petur@snarrotin.is.

Með stjórninni mun einnig starfa Ráðgjafahópur Snarrótar og verður bráðlega kynnt hverjir skipa hann. Snarrótin er í tengslum við Hungarian Civil Liberties Union (HCLU), Open Society Foundation, Law Enforcement Against Prohibition (LEAP), Release, European Coalition for Just and Effective Drug Policies (ENCOD) og INPUD – International Network of People who Use Drugs.  Snarrótin hyggst mynda tengsl við önnur alþjóðleg samtök sem hafa velferð og borgaraleg réttindi á stefnuskrá sinni.