Snarrótin er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Markmið félagsins er að efla umræðu um brýn samfélagsmál og leita leiða til úrbóta.

Snarrótin vill efla skilning á mikilvægi þess að verja borgaraleg réttindi og friðhelgi einkalífs.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:

  • bjóða til landsins framúrskarandi sérfræðingum
  • krefja opinberar stofnanir um upplýsingar og gögn
  • birta reglulega frétta- og fræðsluefni á vef félagsins og Facebooksíðu
  • skrifa greinar og vera virkt í samfélagsumræðu

Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum en hefur öflug og virk tengsl við baráttusamtök og áhrifamenn í fræðasamfélaginu um allan heim.

Baráttan gegn bannhyggju í fíkniefnamálum hefur haft forgang á fyrsta starfsári félagsins.

  • Snarrótin hafnar sjónarhorni bannhyggjunnar. Snarrótin styður lögvæðingu markaðar með öll vímuefni, samkvæmt skilvirku regluverki og í samvinnu við heilbrigðiskerfið, eftir því sem við á.
  • Snarrótin styður lögvæðingu kannabismarkaðarins og að sköttum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra. Kannabismarkaðurinn verði skilinn frá verslun með áfengi og erfiðari vímuefni.
  • Snarrótin styður rannsóknir og þróun kannabislyfja og ver rétt sjúklinga til að nota kannabis. Snarrótin fagnar
  • rannsóknum á lækningagildi efna á borð við MDMA og LSD.
  • Snarrótin minnir á þá tugi þúsunda íslenskra ungmenna sem misst hafa æru, starf og framtíðarhorfur vegna laga
  • nr. 65/1974 og leggur til að þau verði afnumin.

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.