Þorsteinn Úlfar Björnsson fjallar um sögulegan aðdraganda að banni kannabisefna

Hér á eftir eru nokkrar fullyrðingar um kannabis (cannabis sativa), neyslu og eiginleika efnisins. Eins og flestir vita er kannabis unnið úr hampplöntunni Cannabis sativa Linnèanus. Hampur hefur í árþúsundir verið notaður til lyfjagerðar, sem vímugjafi, og einnig vegna trefja í stofni. Er þessi jurt svo skaðleg mannkyni að nauðsynlegt sé að banna hana, og uppræta hvar sem til hennar næst?

  • Um það bil 750 þúsund manns eru handteknir árlega í Bandaríkjunum vegna kannabisnotkunar og meirihluti þeirra fyrir einfalda vörslu. Það þarf ekki að taka fram að fólk úr minnihlutahópum er fjölmennast. Hér á landi er talan nokkuð rokkandi. Árið 2006 voru 500 karlar og 2 konur handtekin fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar voru 109 karlar og 16 konur handtekin fyrir slík brot 2012.
  • Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur nota aldrei annað vímuefni, þar með talið áfengi, og að tóbaksnotkun þessa hóps fer minnkandi á Vesturlöndum.
  • Aukin áhersla á meðferðarúrræði fyrir kannabisneytendur endurspeglar skoðanir ákæruvalds og áherslur „meðferðariðnaðarins“ fremur en þörf neytenda á meðferð. Eða hvort velur fólk að fara í „meðferð“ eða í fangelsi ef það fær val við handtöku?
  • Styrkleiki efnisins virðist ekki hafa nein áhrif á heilsufar neytenda eða ávanahættu.
  • Kannabis er álitið geta í sumum tilvikum bætt geðheilbrigði neytenda ólíkt því sem áður var talið.
  • Kannabis virðist virka hamlandi á myndun ýmissa tegunda krabbameina.
  • Líkindi benda til að kannabis gagnist vel við meðhöndlun og lækningu ýmissa sjúkdóma. Endocannabinoid-kerfi líkamans gæti hugsanlega skýrt það.
  • Neysla ungmenna á kannabis virðist minnka þar sem efnið er leyft í vörsluskömmtum, sé t.d. tekið mið af reynslu Hollendinga og Portúgala.
  • Kannabis eykur ekki geðræna kvilla í fullorðnum einstaklingum sem eru heilbrigðir að öðru leyti.
  • Ennþá eru engar rannsóknir til sem sýna að kannabis hafi mikil áhrif á tíðni umferðaslysa. Ef eitthvað er, keyrir fólk undir áhrifum kannabiss hægar og varlegar.

Þetta eru nokkuð sláandi fullyrðingar. Sérstaklega þegar tillit er tekið til þess hvernig fjallað er um kannabis í íslenskum fjölmiðlum almennt.

Being Authentic

Myndin sýnir krabbameinssjúkling nota Sativex kannabisúða í North Manchester sjúkrahúsinu á Bretlandi. Á vefsetrinu Drug Science sem prófessor David Nutt ritstýrir segir m.a. um kannabis sem lyf: ,,Cannabis has a long history of therapeutic use. Medical research has given scientific credibility to parts of this tradition of cannabis as a medicine, and it is available on prescription in some countries. Other countries including the UK have licensed a standardised cannabis mouth-spray (Sativex). Some individuals who suffer from pain and spasticity as symptoms of multiple sclerosis are helped by cannabis. The drug helps some with neuropathic or chronic pain, and also can aid sleep.”

Auðvitað vitum við að einhverjir geta farið illa út úr neyslu. Það eru að stærstum hluta ungmenni sem ekki hafa tekið út þroska, enda getur óþroskuðum heila ungmenna alltaf stafað hætta af neyslu vímugjafa, löglegra sem ólöglegra.

Auk þess virðist uppeldi, fjölskyldu- og félagslegar aðstæður hafa mikið um það að segja.

Meðan óbreyttu kerfi er haldið við er ekki nokkur leið að stýra neyslunni þar sem salan er alfarið í höndum glæpamanna — bein afleiðing af núgildandi lögum.

Þeim dettur að sjálfsögðu ekki í hug að spyrja kaupendur sína um nafnskírteini og eru yfirleitt nokkuð sama hvað og hverjum þeir selja.

Ef plantan er svona hættulaus af hverju er notkun hennar bönnuð? Hvaða skynsamlega ástæða er fyrir því að handtaka fólk og ákæra það fyrir að vera með plöntuleifar á sér? Jafnvel þótt það neyti þeirra?

Það getum við að mestu þakkað Bandaríkjamönnum. Fyrstu takmarkanir á verslun með Cannabis sativa sem vímuefnis komu til framkvæmda fyrir margt löngu, eða árið 1619 samkvæmt heimildum Wikipediu.

Árið 1906 var farið að flokka kannabis sem eitur. Það var bannað í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og alríkisbann sett við notkun plöntunnar á fjórða áratug síðustu aldar.

Þó með ýmsum undantekningum. Úr plöntunni voru sem dæmi unnar lengstu náttúrulegu trefjar sem finnast í náttúrunni, og eru þær einhverjar verðmætustu plöntutrefjar í heimi.

Á miðjum fjórða ártug síðustu aldar var engu að síður málum svo komið að hampjurtin var bönnuð alls staðar í Bandaríkjunum. En hvers vegna?

Indverska hamplyfjanefndin

Við skulum færa okkur aðeins aftar í tímann og skoða fleiri bönn og hvers vegna þau voru sett. Víkur þá sögunni til Indlands.

Rétt fyrir aldamótin 1900, nánar tiltekið 3. júlí 1893, var sett á laggirnar sjö manna nefnd, The Indian Hemp Drug Commision, en nafn nefndarinnar segir töluvert um hvert hlutverk hennar var.

Hlutverk þessarar nefndar var að kanna umrætt lyf (drug) og setja fram sannanir fyrir skaðsemi þess.

Ástæðan að mikilvægt þótti að sýna fram á skaðsemina var að Englendingar vildu koma meiru af innfluttu viskí ofan í fátæka alþýðuna á Indlandi, og þá sérstaklega í Bengal þar sem meirihluti íbúanna voru múslimar og máttu þar af leiðandi ekki brúka áfengi af trúarlegum ástæðum.

O’Shaughnessy rannsakaði efnið bæði á dýrum og mönnum og mælti með notkun þess til lækninga. Einkum sem verkjastillandi lyfs en líka við gigt, krampa og stífkrampa.

Þess í stað notaði pupullinn kannabis til að víma sig með, enda ósennilegt að hann hefði yfirleitt efni á því að víma sig á innfluttu viskí. Það var í fyrsta sinn sem áhugi áfengisframleiðenda á að banna kannabis kom í ljós, en langt í frá það síðasta.

Nefndin byggði starf sitt nokkuð á athugunum vestræna vísindamannsins sem einna fyrstur hafði kannað efnið. Sá maður var William B. O’Shaughnessy og hafði verið prófessor í efnafræði við læknaháskólann í Kalkútta.

O’Shaughnessy rannsakaði efnið ítarlega á fjórða áratug nítjándu aldar og kynnti kannabis fyrir vestrænum læknavísindum 1839.

Hann rannsakaði efnið bæði á dýrum og mönnum og mælti með notkun þess til lækninga. Einkum sem verkjastillandi lyfs en líka við gigt, krampa og stífkrampa.

Árið 1894 kom út skýrsla The Indian Hemp Drug Commission þar sem einróma niðurstaðan var sú að notkun kannabis í hófi gæti beinlínis verið til bóta. Eða eins og segir í lokakaflanum:

The Commission have now examined all the evidence before them regarding the effects attributed to hemp drugs. It will be well to summarize briefly the conclusions to which they come. It has been clearly established that the occasional use of hemp in moderate doses may be beneficial; but this use may be regarded as medicinal in character.

Shíva undirbýr kannabisdrykkinn bhang

Í lokaniðurstöðu skýrslu Indversku hamplyfjanefndarinnar kemur fram að það hafi verið sérstaklega rannsakað hvort kannabis ylli geðrænum kvillum. Í skýrslunni segir að sú skoðun að hass eða maríúana valdi geðsjúkdómum sé afar útbreidd, en enginn fótur sé fyrir þessari trú manna. Neysla kannabis veldur ekki geðveiki hjá fólki nema í þeim tilvikum þegar um arfgengan geðsjúkdóm sé að ræða.

Í lokaniðurstöðu skýrslunnar kemur fram að það hafi verið sérstaklega rannsakað hvort kannabis ylli geðrænum kvillum.

Í skýrslunni segir að sú skoðun að hass eða maríúana valdi geðsjúkdómum sé afar útbreidd, en engin af þeim niðurstöðum sem nefndin komst að, sé eins merkileg og sú, að tilgátur í þá veru hafi beðið algjört skipbrot.

Enginn fótur sé fyrir þessari trú manna. Þetta séu flökkusögur sem nærist á sjálfum sér. Orðrómur sé ekki ígildi sönnunar. Neysla kannabis veldur ekki geðveiki hjá fólki nema í þeim tilvikum þegar um arfgengan geðsjúkdóm sé að ræða.

Í þeim tilvikum getur neyslan afjúpað eða dregið fram geðrænan kvilla sem sem búi með einstaklingnum, áður en til neyslunnar kom.

Um skýrslu The Indian Hemp Drug Commission væri hægt að skrifa langt mál og tína til margar niðurstöður, en flestar voru þær á sama veg: Hófleg notkun kannabis er skaðlaus og alls ekki þörf á að banna efnið.

Þetta var árið 1894. Síðan þá hafa nokkrar ríkisstjórnir látið kanna fyrir sig skaðsemi kannabiss og enn hlýtur maður að spyrja sig: Hvers vegna er stjórnvöldum svo mikið í mun að banna kannabis?

Varla getur ástæðan verið sú að efnið sé svo hættulegt og fólki varasamt. Upplýsingar um meinta skaðsemi kannabiss hafa verið til í meira en öld.

Málið er að allar rannsóknir stjórnvalda, er sanna áttu skaðsemi kannabisefna, hafa ekki getað sýnt fram á hana, í því mæli sem búist var við, né í því mæli að skaðsemin réttlætti núverandi bann.

Við skulum aðeins skoða nokkrar þessara rannsókna.

Panama rannsóknin árið 1933

Bandaríski herinn lét gera þessa rannsókn. Sjálfboðaliðar úr hernum voru fengnir til þátttöku, bæði þeir sem notuðu efnið að staðaldri, hópur hermanna sem höfðu notað efnið en hætt neyslunni, og síðan viðmiðunarhópur sem hafði aldrei komið nálægt því.

Meginniðurstaðan var dregin saman í tvær setningar. Báðar athyglisverðar:

1. The present military regulations prohibiting the introduction, sale, possession, or use of mariajuana on military reservations should continue in force, as they are believed to restrict the use of mariajuana among soldiers.

2. With the evidence obtained and considered by the committee no recommendations for further legislative action to prevent the sale or use of mariajuana in the Canal Zone, Panama, are deemed advisable under existing conditions.

Sú fyrri mælir með óbreyttu lagalegu umhverfi. Herinn var eðlilega ekki hrifinn af því að menn væru undir áhrifum vímugjafa að stjórna ýmsum drápstólum á láði og legi.

Sú seinni er öllu forvitnilegri. Nefndin sér ekki ástæðu til að grípa til frekari lagalegra ráðstafana til að stemma stigu við notkun kannabiss. Ef það var á einhvern hátt hermönnunum hættulegt var þá ekki ástæða til að grípa til aðgerða?

Næsta rannsókn hefur verið kennd við New Orleans. Hún var gerð á fjórða áratug síðustu aldar. Ekki var talið að efnið væri varasamt í niðurstöðum hennar.

LaGuardia-nefndin rannsakar kannabis

Þá komum við að rannsókn sem Fiorello LaGuardia borgarstjóri New Yorkborgar lét gera. Þessi sex ára rannsókn, sem kom út 1944, þykir mjög vísindaleg. Hún er fyrsta rannsókn sinnar tegundar þar sem reynt var að efnagreina áhrifavalda plöntunnar enda ný tækni komin þá til sögunnar.

LaGuardia rannsóknin opnaði leiðina fyrir skilningi manna á THC sameindinni. Niðurstöður LaGuardia-nefndarinnar voru í æpandi andstöðu við sumar fyrri fullyrðingar bannsinna. Nefndin fullyrti að kannabisneysla, jafnvel langvarandi og í miklu mæli, leiddi ekki til ánauðar, geðveiki eða ,,saurlífis“.

Wotton-, LaDain- og Shafer-skýrslurnar, 1968, 1970 og 1972

Aðgangur að upplýsingum hefur breyst gríðarlega síðan ég hóf að skoða þessa sögu á árunum 1970-1980. Með tilkomu internetsins breyttist öll upplýsingaöflun. Upplýsingar sem maður hefði ekki getað látið sig dreyma um eru núna ekki lengra í burtu en lyklaborðið.

Árið 1968 kom Wotton skýrslan út í Bretlandi og staðfesti hún niðurstöður LaGuardia-nefndarinnar. Hið sama gerði LaDain skýrslan sem kom út í Kanada 1970. Þá ber að nefna einu frægustu kannabisrannsókn síðari tíma, Shafer skýrsluna sem kom út í Bandaríkjunum árið 1972.

Richard Nixon Bandaríkjaforseti lét gera hana. Nixon var sá hinn sami sem lýsti yfir kostnaðarsamasta stríði sem Bandaríkjamenn hafa háð: The War on Drugs eða Stríðið gegn fíkniefnum.

Dettur einhverjum í hug að Nixon hafi farið eftir niðurstöðum Shafer-nefndarinnar? Niðurstöður nefndarinnar voru bannsinnum langt í frá hagstæðar, því Shafer-nefndin lagði til að bann gegn vörslu maríúana til eigin nota yrði afnumið.

Allar þessar rannsóknir eiga þrennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi jákvæðar niðurstöður gagnvart efninu, niðurstöðurnar voru hunsaðar af yfirvöldum, og höfundarnir álitnir kjánar, ef ekki hættulegir.

Kannabisbannið: Hagsmunagæsla iðnjöfra?

Þetta svarar ekki spurningunni hvers vegna yfirvöldum er svona illa við kannabisefni. Af hverju telja þau sér skylt „að vernda þegnana“ frá kannabisneyslu? Það liggja núna fyrir nokkuð drjúgar upplýsingar um hvers vegna banninu var komið á. Það var, að mati sumra fræðimanna, vegna hagsmuna fárra.

Aðgangur að upplýsingum hefur breyst gríðarlega síðan ég hóf að skoða þessa sögu á árunum 1970-1980. Með tilkomu internetsins breyttist öll upplýsingaöflun. Upplýsingar sem maður hefði ekki getað látið sig dreyma um eru núna ekki lengra í burtu en lyklaborðið.

Svo hérna kemur sagan af því hvernig hagsmunir fárra urðu þess valdandi því að kannabis var bannað. Og þetta er stutta útgáfan og ýmsu sleppt. Til dæmis hliðstæðunum við sykurframleiðslu og áfengisframleiðslu.

Eins og kom fram í upphafi voru það áfengisframleiðendur sem vildu koma á fyrsta banninu, í Bengal, af því þeir græddu ekki nóg. Leiða má að því líkur að slík afstaða hafi einnig ráðið í New Orleans, en þrátt fyrir mikla leit fann ég lítið um þá rannsókn á netinu.

Henry Ford og hampbílinn

Henry Ford bílakóngur kynnir byltingakennda hugmynd: The Car that grows from the Ground. Henry Ford’s Hemp Car. Bíllinn var framleiddur úr hampafurðum þar sem því var mögulega komið við. Þá gekk hann einnig fyrir hampolíu. Sætin voru með níðsterku hampáklæði og yfirbyggingin búin til úr hampi. Nú urðu ýmsir uggandi um sinn hag. Hætta að nota stál í bíla? Nota hamp í stað nælons? Knýja bílinn með hampolíu í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis? Kemur ekki til mála sagði kórinn; DuPont, Hearst og Mellon. Að sjálfsögðu gripu þeir ásamt öðrum hagsmunaaðilum til varna.

Í Panama rannsókninni var herinn að fría sig vandræðum, að því er virðist, og þrátt fyrir að upplegg rannsakenda hafi verið að sanna skaðsemi efnisins, er niðurstaðan eins og hún er.

Upp úr 1930 fer sagan að taka ýmsa snúninga og fleiri hagsmunir en áfengisframleiðenda fara að koma við sögu. Ekki síst efnaiðnaðarins og timburframleiðenda. Upp fara að skjótast nöfn manna eins og DuPont, Andrew Mellon og William Randolph Hearst. Og Henry Ford. Síðast en ekki síst er það Harry Jacob Anslinger, sem var skipaður yfirmaður Federal Bureau of Narcotics árið 1930.

Anslinger var kvæntur frænku Andrews Mellon og má líklegt telja að þessi tengsl gætu skýrt hvers vegna Anslinger fékk starfið, en Mellon var á þessum tíma fjármálaráðherra og jafnframt einn ríkasti maður Bandaríkjanna. Mellon var skondinn skrúfa að mörgu leyti.

Frjálshyggjumenn gætu fundið sitthvað sem þeim líkaði hjá Mellon, kannski helst í sambandi við skattastefnu hans. Mellon átti hagsmuna að gæta í stáliðnaði, skipasmíðum, efnaiðnaði, áfengisiðnaði og fleiru. Hagsmunir hans lágu víða og því hefur verið haldið fram að ásamt Hearst blaðakóngi hafi þeir viljað hampiðnaðinn feigan.

Um þetta leyti kynnir Henry Ford bílakóngur byltingakennda hugmynd: The Car that grows from the Ground. Henry Ford’s Hemp Car. Þetta var mjög róttæk hugmynd því bíllinn var framleiddur úr hampafurðum þar sem því var mögulega við komið. Meira að segja burðargrindin var úr hamptrefjum.

Þá gekk hann einnig fyrir hampolíu. Sætin voru með níðsterku hampáklæði og yfirbyggingin búin til úr hampi. Fullyrt var að hún hefði þann eiginleika að gefa eftir og jafnvel rétta sig svo til fyrra horfs við árekstur.

Anslinger fullyrti fyrir nefndinni að maríúana leiddi til ánauðar, glæpahneigðar og geðveiki. Þá gæti maríúana orðið þess valdandi að hvítar konur sæktust eftir kynmökum við negra.

Nú urðu ýmsir uggandi um sinn hag. Hætta að nota stál í bíla? Nota hamp í stað nælons? Knýja bílinn með hampolíu í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis? Kemur ekki til mála sagði kórinn; DuPont, Hearst og Mellon. Að sjálfsögðu gripu þeir ásamt öðrum hagsmunaaðilum til varna.

Og þá reyndist nú Harry Anslingar betri en enginn.

Fyrst varð náttúrlega að koma á banni svo undirbúningur þess hófst svo til um leið og Anslinger var kominn í embætti. Það var byrjað á þingnefnd sem átti að komast að „réttri“ niðurstöðu.

Það vill svo til að nálega hvert orð sem sagt var fyrir nefndinni eru til á skjölum og þar er að finna margt skrautlegt. Aðalvitnið, Anslingar sjálfur, fullyrti til að mynda frammi fyrir nefndinni að maríúana leiddi til ánauðar, glæpahneigðar og geðveiki. Þá gæti maríúana orðið þess valdandi að hvítar konur sæktust eftir kynmökum við negra.

Annað vitni dr. William Woodward frá Bandarísku læknasamtökunum (AMA) sagði að læknasamtökin vissu ekki um neitt sem benti til þess að kannabis væri hættulegt lyf. Tilsvör nefndarmanna við þessu eru lýsandi.

„Ef þú getur ekki sagt neitt jákvætt læknir um það sem við erum að reyna að gera hér, af hverju ferðu þá ekki heim?“ Næsti þingmaður sagði: „Ef þú hefur ekkert betra til málanna að leggja læknir, erum við þreyttir á að hlusta á þig.“

Eftir nefndarvinnuna tók fulltrúadeildin sér nákvæmlega eina mínútu og þrjátíu og tvær sekúndur til að ræða málið áður en það var samþykkt. Sem sagt bann á allri notkun hampplöntunnar og öldungadeildin samþykkti það án umræðu. Þetta var árið 1937.

Í framhaldi hófu bandarísk yfirvöld massívar handtökur á neytendum hvar sem í þá náðist og áfengisframleiðendur kættust mjög. Það á ekki síður við um DuPont sem var í kapphlaupi að verða á undan Þjóðverjum í þróun á næloni sem hann vildi fá alþjóðlegt einkaleyfi á. En núna var sem sagt búið að banna hampinn.

Líður nú tíminn fram að seinni heimsstyrjöld og er fremur tíðindalítill í þessari sögu. Það er þó þrennt sem rétt er að halda til haga. Anslinger fær óskorað vald í Hollywood með tilliti til umfjöllunar kvikmyndaiðnaðarins um kannabis. Fiorello LaGuardia borgarstjóri New York setur sína rannsókn af stað.

Harry Ansinger

Harry Anslinger lét ekki deigan síga. Þegar stjórnin var búin að ganga frá lagalegri hlið mála snéri Anslinger sér að einstaklingum, ekki síst í Hollywood. Hann lét handtaka leikara og frægar persónur eins og leikarann Robert Mitchum og trommuleikarann Gene Krupa og fleiri fyrir neyslu kannabiss. Handtökurnar fengu góða umfjöllun í gulu pressunni hjá Hearst sem hélt jafnframt áfram að birta alls kyns tröllasögur um skaðsemi ,,lyfjaógnvaldsins frá Mexíkó”.

Það var ekki langt liðið á stríðið þegar tók fyrir innflutning á manilahampi, sem er reyndar ekki hampur heldur unnin úr annarri plöntu sem heitir Musa textila. Svo hvað var til ráða?

Stríðsreksturinn krafðist mikils magn reipis og útilokað að framleiða kaðla þegar tók fyrir innflutning á manilahampi. Jú, stjórnvöld brugðu á það ráð að rækta hamp í stórum stíl til iðnaðar og 1942 var plantað í 400.000 ekrur sem gera tæpa 162.000 hektara.

Þá kemur út skýrsla LaGuardia-nefndarinnar og Anslinger varð æfur. Hann krefst þess að allir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar sem hafi skýrsluna undir höndum skili henni til sín og lætur eyða þeim. Þá gengur Anslinger svo frá málum að enginn geti nokkru sinni fengið kannabis á ný til rannsókna.

Það stöðvaði Anslinger þó ekki í því að gefa lyfsala í Brooklyn leyfi til að sjá vini sínum Joseph McCarthy fyrir heróíni en McCarthy var heróínfíkill.

Gula pressan, sem að langmestu leyti var í eigu Hearst, birti greinar í miklum mæli þar sem alls kyns sögur, sem flestar voru uppdiktaðar, áttu að sýna hversu hættulegt efnið væri.

Hearst átti mikilla hagsmuna að gæta. Hann átti mörg dagblöð sem öll þurftu á pappír að halda. Hearst var í tygjum við stóran pappírsframleiðanda í Kanada sem bjó til dagblaðapappírinn úr trjám og skuldir Hearst við hann voru miklar.

Maður skyldi nú reyndar ætla að að Hearst hefði átt að taka því fagnandi að losna úr þeim viðskiptum ef hamppappír væri betri kostur en málið er ekki svo einfalt. Hearst átti nefnilega skóga í félagi við pappírsframleiðandann og sat hringinn í kringum borðið.

Anslinger lét ekki deigan síga. Þegar stjórnin var búin að ganga frá lagalegri hlið mála snéri Anslinger sér að einstaklingum, ekki síst í Hollywood, eins og áður segir.

Hann lét handtaka leikara og frægar persónur eins og leikarann Robert Mitchum og trommuleikarann Gene Krupa og fleiri fyrir neyslu kannabiss.

Handtökurnar fengu afar mikla umfjöllun í gulu pressunni hjá Hearst sem hélt jafnframt áfram að birta alls konar sögur um skaðsemi ,,lyfjaógnvaldsins frá Mexíkó”.

Ég rakst á grein eftir bandarískan sagnfæðing fyrir mörgum árum þar sem hann lýsti því hvernig hann fór í það verk að skoða sumar þessara greina og finna út sannleiksgildi þeirra.

Í ljós kom að flestar þær sögur sem hann skoðaði voru annað hvort hreinn skáldskapur eða staðreyndum snúið á haus. Að minnsta kosti var ljóst að ekkert var að marka þær.

En allt þetta sem ég hef tínt hér til er ekki svar við spurningunni hvers vegna stjórnvöld eru svo hrædd við kannabis. Svo ég ætla að setja fram tilgátu.

Niðurstaðan er því sú að kannabisbann er órökrétt, óvísindalegt og skaðlegt. Af hverju vilja yfirvöld hafa um það að segja hvað fram fer í skynjun eða huga einstaklinga? Yfirvöld eiga ekkert erindi í vitundarlífið eða svefnherbergið.

Völd og yfirráð yfir daglegu lífi borgaranna

Við vitum öll hvernig yfirvöld haga sér gagnvart þegnunum og sagan geymir mörg dæmi. Rauði þráðurinn er yfirráð og völd. Að ráða yfir öðrum og hafa gott af þeim. Völd eru styrkt með öllum ráðum og á öllum sviðum.

Fyrst var hjátrúin notuð, svo komu trúarbrögð, og svo með tilkomu skipulagðra herja, borgaraleg yfirvöld.

Öllu vilja yfirvöld stjórna til að halda völdum. Daglegu lífi, frítíma, skoðunum og hegðun, meira að segja athöfnum fólks í svefnherberginu. Og enn í dag eru yfirvöld að reyna að stjórna mannlegu eðli með lagasetningu, að banna eitthvað, t.d. samkynhneigð í sumum löndum.

En hvað kemur þetta kannabisbanni við?

Jú, bannið er hluti af völdum, á meðan það varir og „kerfið“ þ.e. yfirvöld, hefur nákvæmlega engan áhuga á því að minnka við sig völdin og á meðan utanaðkomandi hagsmunaaðilar þrýsta á um að því sé við haldið er fremur veik von um að eitthvað breytist.

Hér áður fyrr var talað um hugvíkkandi lyf, þ.e. lyf sem breyttu skynjun og jafnvel hugsun einstaklinga. Það er ekki gott fyrir yfirvöld að fólk hugsi of mikið, eða endurmeti sumt sem ráðamenn vilja láta kyrrt liggja.

Þegnarnir eiga bara að taka þátt í hagkerfinu svo fáeinir aðilar, tengdir yfirvöldum, geti haft það gott á kostnað hinna.

Í ofanálag er það tilhneiging mannskepnunnar að vera fremur íhaldssöm og tækifærissinnuð dýrategund. Það vissulega hjálpar ekki til.

Þegar maður skoðar sögu kannabisbannsins leggur maður af stað með fullt af spurningum. Eftir heimildavinnu og upplýsingaöflun, bæði af bókum og netinu, er niðurstaðan sú að spurningarnar sem vakna eru fleiri en lagt var upp með.

Ekki síst vegna þess að það er ekki hægt að finna eina einustu vísindalega sönnun um að kannabis sé á nokkurn hátt skaðlegt við venjulega, hóflega neyslu til dægrastyttingar.

Meira að segja er stór hópur lækna í Bandaríkjunum sem álítur að kannabis sé ekki bara lítt skaðlegt, heldur geti það í vissum tilfellum verið beinlínis bætandi.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið alveg nú nýlega virðast styðja þessa afstöðu bandarískra lækna. Það hefur sem sé komið í ljós að kannabis virðist vera mjög vel nothæft sem læknislyf við ýmsum sjúkdómum.

Niðurstaðan er því sú að kannabisbann er órökrétt, óvísindalegt og skaðlegt.

Af hverju vilja yfirvöld hafa um það að segja hvað fram fer í skynjun eða huga einstaklinga?

Yfirvöld eiga ekkert erindi í vitundarlífið eða svefnherbergið.

 

Þorsteinn Úlfar hóf skoðun á öðrum vímugjöfum sem maðurinn notar en áfengi nokkru fyrir 1970. Eftir því sem árin hafa liðið hefur áhugi hans einkum beinst að sögu þessara efna fremur en virkni og notkun, þótt vissulega sé notkunin samofin sögu og virkni. Eftir hann hafa komið út fjórar bækur, HAMPUR, inni — úti/ræktunarleiðbeiningar, Villigarðurinn — garðyrkjuhandbók letingjans, Hjalladalur — síðasta sumarið og DÓP! Notkun eða misnotkun? Hann starfar hjá verkalýðssamtökum, m.a. sem grafíker. Honum er illa við að skera sig úr og finnst einkalífið vera rosalega mikið einka.

 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.