Yfirlýsing vegna orðræðu um smáhúsabúa
Þann 20. september 2018 bárust fréttir af því að borgarráð Reykjavíkurborgar hafi ákveðið að veita heimild upp á allt að 450 milljón kr. til kaupa á smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs. Stefna borgarinnar er að tryggja mismunandi búsetuúrræði sem henta...Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna umfjöllunar um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur
Fréttaskýringaþátturinn Kompás hefur fjallað ítarlega um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, ungrar konu sem lést í átökum við lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að vinur hennar hringdi á Neyðarlínuna til að biðja um sjúkrabíl handa henni, þar sem hún...Afhverju afglæpavæðing
Þeir vísindamenn sem vinna hvað mest í bransanum eru sammála um það að besta fyrirkomulagið þegar kemur að skaðlegum vímuefnum er neyslustýring, þ.e. að hafa þau lögleg en að ekki sé hægt að nálgast þau hvar og hvenær sem er. Það er það fyrirkomulag sem við höfum í...Snarrótin færir þingmönnum jólabók
Fulltrúar Snarrótarinnar færðu þingmönnum snemmbúna jólabók á Alþingi í dag. Allir 63 þingmenn fengu sérstaklega áritað eintak frá Snarrótinni af bókinni Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins eftir Johann Hari sem er nýútkomin í íslenskri þýðingu Halldórs...Johann Hari: ,,Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði að halda?”
Blaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Johann Hari dvelst þessa dagana á Íslandi í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar hinnar margrómuðu bókar hans Chasing the Scream en í þýðingu Halldórs Árnasonar heitir bókin Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins og...Opið bréf til Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins
Kæri Baldur, Þú hefur vakið töluverða athygli fyrir skoðanir þínar á vímuefnavanda og tillögur að lausnum. Við fögnum áhuga þínum og áhyggjum af lýðheilsu borgara þessa lands, bæði þeirra sem eiga í vandræðum með vímuefnaneyslu, sem og annarra samborgara. Við deilum...
Snarrótin og réttindamál
Snarrótin – Samtök um skaðaminnkun og mannréttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Markmið félagsins er að fræða en ekki að græða.

Frjáls framlög
Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.

Ókeypis fyrirlestrar
Snarrótin hefur enga fasta tekjustofna. Það er stefna félagsins að allir fyrirlestrar á hennar vegum séu ókeypis og öllum opnir. Allt söfnunarfé rennur óskipt til verkefna á vegum Snarrótarinnar.

Lögvæðing og regluverk
Snarrótin hafnar refsistefnu bannhyggjunnar. Hún styður fulla lögvæðingu kannabismarkaðarins og að skatttekjum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra.
Hvað er Snarrótin?
Snarrótin – Samtök um skaðaminnkun og mannréttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi, skaðaminnkun og nýjar leiðir í vímuefnastefnu. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Markmið félagsins er að opna og efla gagnrýna umræðu með það að leiðarljósi að valdefla jaðarsetta einstaklinga. Félagið byggir aðferðir sínar á gagnreyndum aðferðum og hyggst ná markmiðum sínum meðal annars með fræðslu, upplýsingamiðlun og samstarfi við önnur mannréttindasamtök. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum.
Hvernig hyggst félagið ná markmiðum sínum?
• með því að bjóða til landsins framúrskarandi sérfræðingum
• með öflun upplýsinga frá opinberum stofnunum um réttindi borgaranna
• með því að birta reglulega frétta- og fræðsluefni á vef- og samfélagsmiðlasvæðum félagsins
• með greinaskrifum og viðtölum í fjölmiðlum
Er Snarrótin pólitísk samtök?
Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum en hefur öflug og virk tengsl við baráttusamtök og áhrifafólk í fræðasamfélaginu víða um heim.
Hver er stefna Snarrótarinnar í vímuefnamálum?
- Snarrótin hafnar sjónarhorni bannhyggjunnar. Snarrótin styður lögvæðingu markaðar með öll vímuefni, samkvæmt skilvirku regluverki og í samvinnu við heilbrigðiskerfið, eftir því sem við á.
- Snarrótin styður lögvæðingu kannabismarkaðarins og að sköttum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra. Kannabismarkaðurinn verði skilinn frá verslun með áfengi og erfiðari vímuefni.
- Snarrótin styður rannsóknir og þróun kannabislyfja og ver rétt sjúklinga til að nota kannabis. Snarrótin fagnar rannsóknum á lækningagildi efna á borð við MDMA og LSD.
- Snarrótin minnir á þá tugi þúsunda ungmenna sem misst hafa æru, starf og framtíðarhorfur vegna laga nr. 65/1974 og leggur til að þau verði afnumin.
Hvernig fjármagnar Snarrótin starfsemi sína?
Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.
Viltu styrkja Snarrótina til góðra verka?
Okkur vantar alls konar liðveislu; fjárframlög, aðstoð við þýðingar og ýmislegt fleira