Sagan af banninu dýra

Öllu vilja yfirvöld stjórna til að halda völdum. Daglegu lífi, frítíma, skoðunum og hegðun, meira að segja athöfnum fólks í svefnherberginu. Enn í dag eru yfirvöld að reyna að stjórna mannlegu eðli með lagasetningu. Af hverju vilja yfirvöld hafa um það að segja hvað fram fer í skynjun eða huga einstaklinga?

Meira

Fíknistríð eða mannúðarstefna?

Áratugum saman hafa íslensk stjórnvöld háð stríð gegn eigin borgurum. Borgurum sem brotið hafa lög númer 65 frá 1974 með síðari breytingum. Lög um ávana- og fíkniefni. Bannlög sem reynst hafa haldlaus, ranglát og skaðleg.

Meira

Lögvæðing kannabis á Íslandi?

Áætlað hefur verið að íslenski fíkniefnamarkaðurin nemi um tíu milljörðum króna á götunni á ári. Um er að ræða svartan markað sem skilar engum sköttum eða gjöldum til samfélagsins.

Meira

Gestafyrirlesarar Snarrótarinnar

2013-2014 > Annie Machon, Ethan Nadelmann og prófessor David Nutt.

Sjá myndskeið

Sagan af banninu dýra

Öllu vilja yfirvöld stjórna til að halda völdum. Daglegu lífi, frítíma, skoðunum og hegðun, meira að segja athöfnum fólks í svefnherberginu. Enn í dag eru yfirvöld að reyna að stjórna mannlegu eðli með lagasetningu.

Taking Control: Pathways to Drug Policies

Það er mikill heiður fyrir Snarrótina að taka þátt í alþjóðlegri frumsýningu hinnar nýju skýrslu Global Commission on Drug Policy sem mun án efa vekja mikla athygli.

,,Afnám bannhyggjunnar mun ekki gerast í einu skrefi. Hið endanlega markmið er samt alveg skýrt – að öll ólögleg vímuefni verði hrifsuð úr klóm þess glæpahyskis sem ógæfuleg stjórnvöld hafa veitt einkaleyfi á sölu þeirra áratugum saman,“ segir Pétur og skefur ekki af því. „Ég tel að við ættum að taka okkur hollenska …

Stimplun og vímuefnaforvarnir

Rannsóknir sýna að stimplun, fordæming og fordómar skerða lífsgæði ungs fólks og ýtir undir einelti, félagslega einangrun og jafnvel ofbeldi í garð kannabisneytenda. Tímabært er að endurskoða frá grunni forvarnir í …

Snarrótin - Samtök um borgaraleg réttindi

Snarrótin og réttindamál

Snarrótin — Samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Markmið félagsins er að fræða en ekki að græða.

Frjáls framlög

Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.

Fræða en ekki græða - Snarrótin

Ókeypis fyrirlestrar

Snarrótin hefur enga fasta tekjustofna. Það er stefna félagsins að allir fyrirlestrar á hennar vegum séu ókeypis og öllum opnir. Allt söfnunarfé rennur óskipt til verkefna á vegum Snarrótarinnar.

Lögvæðing og regluverk

Snarrótin hafnar refsistefnu bannhyggjunnar. Hún styður fulla lögvæðingu kannabismarkaðarins og að skatttekjum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra.


David Nutt prófessor og Snarrótin

David Nutt kemur til Íslands

David Nutt prófessor verður gestur Snarrótarinnar 13. til 17. september 2014. Hann flytur fyrirlestur um vímuefnamál og vímuefnastefnu í Háskóla Íslands, þriðjudaginn 16. september. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Nutt er heimsþekktur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur getið sér gott orð fyrir hvassa gagnrýni á hræðsluáróður og rangfærslur stjórnmálamanna og fjölmiðla.

Snarrótin vil lögvæða kannabis

Lögvæðing kannabismarkaðarins

Lögvæðing kannabis er loks til umræðu á Íslandi. Áætlað hefur verið að íslenski fíkniefnamarkaðurin nemi um tíu milljörðum króna á götunni á ári. Um er að ræða svartan markað, sem skilar engum sköttum og borgar engin opinber gjöld til samfélagsins. Stærsti hluti þessarar upphæðar kemur til vegna viðskipta með kannabis, enda vinsælasta ólöglega vímuefnið. Ef ríkið býður efnin til sölu á 70% af götusöluverði þýða það sjö milljarðar í kassann á ári.

Snarrótin vil lögvæða öll vímuefni

Bannlögin eru haldlaus

Bannlögin eru haldlaus ranglát og skaðleg. Áratugum saman hafa íslensk stjórnvöld háð stríð gegn eigin borgurum. Borgurum sem brotið hafa lög númer 65 frá 1974 með síðari breytingum. Lög um ávana- og fíkniefni. Í þá fánýtu iðju sóa stjórnvöld tveimur milljörðum króna árlega og engu að síður flýtur allt í dópi að sögn lögreglu og fjölmiðla. Þúsundir brjóta bannlögin meira og minna reglulega. Jafnvel tugþúsundir.  Fólk úr öllum stéttum samfélagsins.

Hvað er Snarrótin?

Snarrótin – Samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um  upplýsingafrelsi, mannréttindi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Markmið félagsins er að efla umræðu um brýn samfélagsmál og leita leiða til úrbóta. Snarrótin vill efla skilning á mikilvægi þess að verja borgaraleg réttindi og friðhelgi einkalífsins.

Hvernig hyggst félagið ná markmiðum sínum?

• með því að bjóða til landsins framúrskarandi sérfræðingum
• með öflun upplýsinga frá opinberum stofnunum um réttindi borgaranna
• með því að birta reglulega frétta- og fræðsluefni á vef félagsins og fésbókarsíðu
• með greinaskrifum og viðtölum í fjölmiðlum

Er Snarrótin pólitísk samtök?

Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum en hefur öflug og virk tengsl við baráttusamtök og áhrifamenn í fræðasamfélaginu víða um heim.

Hver er stefna Snarrótarinnar í vímuefnamálum?

Baráttan gegn bannhyggju í fíkniefnamálum hefur haft forgang á fyrsta starfsári félagsins.

  • Snarrótin hafnar sjónarhorni bannhyggjunnar. Snarrótin styður lögvæðingu markaðar með öll vímuefni, samkvæmt skilvirku regluverki og í samvinnu við heilbrigðiskerfið, eftir því sem við á.
  • Snarrótin styður lögvæðingu kannabismarkaðarins og að sköttum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra. Kannabismarkaðurinn verði skilinn frá verslun með áfengi og erfiðari vímuefni.
  • Snarrótin styður rannsóknir og þróun kannabislyfja og ver rétt sjúklinga til að nota kannabis. Snarrótin fagnar rannsóknum á lækningagildi efna á borð við MDMA og LSD.
  • Snarrótin minnir á þá tugi þúsunda ungmenna sem misst hafa æru, starf og framtíðarhorfur vegna laga nr. 65/1974 og leggur til að þau verði afnumin.
Hvernig fjármagnar Snarrótin starfsemi sína?

Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.

Fésbók Snarrætinga

Viltu styrkja Snarrótina til góðra verka?

Okkur vantar alls konar liðveislu; fjárframlög, aðstoð við þýðingar og ýmislegt fleira

Hafa samband