Pressukvöld með Annie Machon.
Annie Machon, framkvæmdastjóri Evrópudeildar LEAP (Law Enforcement Against Prohibition), dvaldi á Íslandi í boði Snarrótarinnar 21.-28. febrúar 2014.
Fimmtudaginn 21. febrúar 2013 hélt Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku Pressukvöld með Annie Machon.
Fundarefnið var upplýsingafrelsi og vernd uppljóstrara (whistleblowers). Annie Machon dró stríðin þrjú – gegn hryðjuverkum, gegn fíkniefnum og gegn Internetinu – saman í stríðið gegn frelsi og borgaralegum réttindum.
Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks kynnti blaðamönnum fyrir Annie, sem svaraði fyrirspurnum að loknu erindi sínu.
Fundurinn var ákaflega vel sóttur og var gerður góður rómur að erindi hennar.