Snarrótin treystir á stuðning þinn

Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum. Flestöll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin föst laun og hefur enga yfirbyggingu.

Það er stefna Snarrótarinnar að fyrirlestrar á hennar vegum séu ókeypis og öllum opnir. Enginn fyrirlesari á hennar vegum hefur fengið greitt fyrir fyrirlestra eða önnur störf í þágu félagsins. Fargjöld, gisting og eftir atvikum uppihald fyrirlesara eru hins vegar að jafnaði greidd af Snarrótinni. Einnig getur fallið til annar kostnaður af fyrirlestrum svo sem leiga á sal, upptökubúnaði eða annars sem til þarf til að halda fyrirlestra og miðla þeim. Jafnframt gefur Snarrótin út kynningarefni á borð við bæklinga og nafnspjöld og styrkir útgáfustarfsemi sem samrýmist markmiðum félagsins.

Hver króna sem lögð er í Baráttusjóð Snarrótarinnar rennur þannig óskipt til að greiða kostnað vegna fyrirlestra og kynningarefnis í því skyni að breiða út boðskapinn. Einnig er til skoðunar að útvíkka starfsemina, svo sem að bæta í lögfræðiráðgjöf félagsins til almennings, en til þess þarf þeim mun fastari tekjugrunna. Frá og með 2019 er það stefna Snarrótarinnar að gefa ársreikning út opinberlega svo að styrkjendur félagsins geti séð nákvæmlega í hvað peningar félagsins renna.

Framhaldslíf Snarrótarinnar er því í höndum almennings á Íslandi. Við munum halda áfram að veita umsagnir við lagafrumvörp, taka þátt í opinni umræðu, veita fræðslu, sinna forvörnum og bjóða færustu sérfræðingum heimsins til Íslands ef fjárhagurinn leyfir. Að öðrum kosti lognast starfsemin út af og umræðan verður fátæklegri sem því nemur.

Þau sem vilja styrkja starf Snarrótarinnar geta lagt framlög inn á reikning félagsins í Arion banka:

Kennitala: 511004-3220
Banki: 0323-26-011004
IBAN: IS21 0323 2601 1004 5110 0432 20
SWIFT: ESJAISRE.

Snarrótin getur einnig tekið á móti framlögum af öllum helstu greiðslukortum, hvort sem er boðgreiðslum eða eingreiðslum. Þeir sem vilja nota kort geta gengið frá málum í næsta banka, með því að að skrifa tölvupóst til snarrotin@snarrotin.is, eða með því að fylla út formið hér.