Ethan Nadelmann dvaldi á Íslandi 8. – 11. maí 2014 í boði Snarrótarinnar. Hann flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda, föstudaginn 9. maí. Fyrirlesturinn var ókeypis og öllum opinn.

Dr. Ethan Nadelmann er framkvæmdastjóri Drug Policy Alliance, öflugustu baráttusamtaka Norður-Ameríku gegn fíknistríðinu.

Hann er doktor í stjórnmálafræði frá Harvard og með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics.

Nadelmann er einn þekktasti baráttumaður heims gegn bann- og refsihyggju í fíkniefnamálum og gjarnan kallaður heilinn á bak við þann glæsilega árangur sem náðst hefur í Bandaríkjunum að undanförnu, nú síðast í Colorado og Washington.

Nadelmann hefur beitt sér fyrir umbótum á réttarvörslukerfi Bandaríkjanna og er auk þess mikilvægur ráðgjafi í hinni alþjóðlegu hreyfingu gegn fíknistríðinu.

Nadelmann og samtök hans eru til dæmis virkir þátttakendur í umræðunni í Mið- og Suður-Ameríku, m.a. í Urúgvæ, sem lögvæddi nýlega kannabismarkaðinn að fullu.

Dr. Ethan Nadelmann þykir góður ræðurmaður og fulltrúi skynsemi og mannúðar í kappræðum við stjórnmálamenn og bannsinna. Það er mikill fengur að komu hans til Íslands.

 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.