JAKOB BJARNAR SKRIFAR – Vísir.is, 7. febrúar 2014: Fíkniefnastríðið í brennidepli.
,,Snarrótin – samtök um borgaraleg réttindi, blæs til sóknar gegn bannhyggju og hræðsluáróðri að sögn Péturs Þorsteinssonar fyrrverandi skólastjóra á Kópaskeri og formanns Snarrótarinnar. Samtökin hafa boðið tveimur heimsþekktum baráttumönnum til Íslands, breska vísindamanninum David Nutt og bandaríska baráttujaxlinum Ethan Nadelmann.
Pétur er ódeigur í baráttu sinni gegn bannhyggjunni, hann telur stríðið gegn fíkniefnum, í því formi sem það er nú rekið löngu tapað og í raun sé eina leiðin sú að fíknefni séu leyfð sem lið í því að afglæpavæða neytendur. En, hvað má um þessa menn segja, en þeir eru dr. Ethan Nadelmann og prófessor David Nutt?”
Lesa framhaldið hér: Fíkniefnastríðið í brennidepli.