Myndskeið frá HCLU, Mannréttindasambandi Ungverjalands um stefnumótun Svía í fíkniefnamálum.
Hér er fjallað um drauminn um ,,Eiturlyfjalausa Svíþjóð”. Er stefna Svía jafn velheppnuð og stuðningsmenn hennar vilja vera láta?
Þekkt er að kannabisneysla barna og unglinga í Svíþjóð er fátíðari en í mörgum öðrum löndum Evrópu.
Hver er hins vegar staðan meðal fíkla og hjá þeim sem misnota harðari tegundir ólöglegra vímugjafa?
Af hverju neita Svíar að dreifa hreinum sprautum til sprautufíkla til að koma í veg fyrir alnæmis- og lifrarbólgusmit?
Kann að vera að það skýri afhverju 85% sprautuneytenda í Stokkhólmi eru sýktir af Hepatitis C.
Ef hlutfallslega fleiri sprautuneytendur í Svíþjóð látast af of stórum skömmtum af heróíni, en t.d. í Harlem eða hjá sprautufíklum í fátækrahverfum Indlands, hver er þá ávinningurinn af fíkniefnastríðinu þeirra?
Hér eru fleiri myndir sem HCLU kvikmyndateymið gerði í heimsókn sinni til Stokkhólms.