Christian Laurette – Run From the Cure: The Rick Simpson Story.
Árið 1997 hlaut Rick Simpson alvarleg höfuðmeiðsl. Hann prófaði ýmiss lyf lækna og lyfjafyrirtækja en fékk ekki bót meina sinna. Loks greip hann til þess ráðs að nota hassolíu með góðum árangri.
Heimildarmyndin sýnir vel vandann sem bæði læknar og stjórnmálamenn eiga við þegar kemur að notkun kannabis til lækninga.
Í framhaldi af því kynnti hann hassolíuna fyrir sjúklingum og uppgötvaði að hún læknaði ýmsa kvilla. Meira segja krabbamein. Um það voru nokkur dæmi.
Þegar tilraunir Simpsons spurðust út var hann handtekinn, olían gerð upptæk og Simpson kærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.
Þessi reynsla Simpsons er ekki einsdæmi. Fólk víða um heim hefur notað kannabis í lækningaskyni.
Í þessari heimildarmynd er saga Simpsons rakin og rætt við fólk sem hefur notið góðs af lækningamætti THC og annarra kannabínóíða sem finna má í hampplöntunni.
Heimildarmyndin sýnir vel vandann sem bæði læknar og stjórnmálamenn eiga við þegar kemur að notkun kannabis til lækninga.
Banvænn sjúkdómur eins og krabbamein fær að hafa sinn gang svo að yfirvöld geti haft pólitískt ,,rétt fyrir sér”.
Krabbamein sem sjúkdómur er gróðvænleg atvinnugrein fyrir lyfjafyrirtækin. Verra er að krabbameinsfélögin sýna hassolíu lítinn áhuga þrátt fyrir tilfallandi dæmi um lækningu og betri líðan sjúklinga.
Sjá nánar um hassolíuna og gerð hennar á heimasíðu Rick Simpsons.