Hópur fólks sem vill lögvæða kannabisefni ætlar að mótmæla refsingum, sektum og refsilöggjöf í tengslum við notkun efnanna. Munu mótmælin fara fram fyrir utan Alþingishúsið, Páskasunnudag 20. apríl kl. 16:20.

Örvar Geir Geirsson skipuleggjandi 420 Reykjavík Kannabissamkomunnar 2014 segir mótmælin friðsamleg og ýmislegt sér til gamans gert. Meðal annars verður krítum dreift fyrir þá sem vilja skreyta Austurvöll með kannabislaufum.

Sams konar mótmæli hafa verið haldin hér á landi undanfarin ár. Í öllum tilvikum þann 20. apríl, sem er alþjóðlegur baráttudagur fyrir lögvæðingu kannabisefna. Yfir hundrað manns hafa boðað komu sína í ár.

Stefnumið 4/20 mótmælanna

4/20 mótmælin eru í tengslum við liðsmenn fésbókarhópsins RVK Homegrown.

Um stefnumið mótmælanna segir á fésbók RVK Homegrown:

,,Við viljum afnema bann við neyslu kannabis og erum þeirrar skoðunar að bannið valdi meira tjóni – bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild – en neysla efnisins sjálfs.

Við teljum að heppileg stefna í vímuefnamálum ætti til að byrja með taka mið af eftirtöldum atriðum:

  • Fá skaðminnkun í fíkniefnavörnum á Íslandi viðurkennda sem aðferð til að bregðast við vandanum.
  • Viðurkenna svigrúmsreglu íslenskrar stjórnskipunar til að afglæpa notendur með neysluskammta.
  • Kljúfa ólöglega fíkniefnamarkaðinn á Íslandi – aðgreina vægari og harðari vímuefni – með því að leyfa heimræktun á 5-8 kannabisplöntum til einkanota.
  • Öðlast sama rétt og Finnar t.d. njóta að geta keypt kannabislyf frá Hollandi ef íslenskur læknir mælir með því.
  • Kanna möguleikann á ræktun hamps til hráefnisgerðar í framleiðlsu á iðnaðarvörum og til annarrar vöruþróunar.

Við teljum að þessar aðgerðir í anda skaðminnkunnar yrði stefnu vímuefnamála til góðs og myndi vinda ofan af þeim ógöngum sem Íslendingar, sem og aðrar þjóðir, hafa komið sér í með því að fylgja zero tolerance stefnu (algert umburðarleysi) í fíkniefnavörnum.”

Sjá athyglisvert viðtal sem Harmegeddon TV birti nýlega við Örvar Geir Geirsson.
 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.