Ráðstefna Snarrótarinnar um fíknistefnu og mannréttindi Tjarnarbíói, 9. og 10. október 2015 er viðamesta úttekt á fíknistríðinu, böli þess og fyrirsjáanlegum endalokum, sem Íslendingum hefur gefist kostur á að njóta.
Almennt um dagskrá ráðstefnunnar
Ráðstefnan hefst með stuttri setningarathöfn kl. 15:00, föstudaginn 9. október. Ræðumenn hennar verða kynntir til sögu og Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, afhent fyrstu hvatningarverðlaun Snarrótarinnar.
Að setningunni lokinni hefst fyrsta málstofa ráðstefnunnar kl. 15:30. Fíknistríðið – stríð gegn mannréttindum og lýðheilsu.
Ræðumenn: Neill Franklin, framkvæmdastjóri Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition, Baltimore, og Nanna Gotfredsen, götulögmaður og frumkvöðull í skaðaminnkun meðal útskúfaðra, Kaupmannahöfn.
Föstudagskvöldið, kl. 20:00-21:00 munu ráðstefnugestir sem það kjósa taka þátt í árlegri minningarathöfn við Imagine Peace friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.
Önnur málstofa ráðstefnunnar hefst kl. 10:00, laugardaginn 10. október og nefnist: Félags- og hugmyndafræðilegar rætur fíknistríðsins og leiðir til úrbóta. Ræðumenn: Dr. Khalid Tinasti, ráðgjafi Alþjóðanefndar um fíknefnastefnu, The Global Commission on Drug Policy, um stefnumótun, Genf, Sviss, og TedGoldberg, prófessor í félagsfræði og heimskunnur gagnrýnandi ,,sænsku línunnar” í fíkniefnamálum.
Þriðja og síðasta málstofa ráðstefnunnar hefst kl. 14:00 og nefnist Tvö dæmi um árangursríkar umbætur – Portúgal og Colorado.
Ræðumenn: Alcina Ló, heilbrigðisráðuneyti Portúgals og einn helsti leiðtogi og skipuleggjandi afglæpunar allra ólöglegra vímuefna, Lisabon, og Art Way, umdæmisstjóri Drug Policy Alliance í Colorado.
Alcina Ló mun kynna afglæpunina í Portúgal sem aðferð til að efla forvarnir og heilsuvernd, og Art Way greina frá gangi mála varðandi lög- og regluvæðingu kannabisefna í Colóradó.
Ráðstefnunni lýkur kl. 17:00, laugardaginn 10. október.
Open Society Foundations styrkir ráðstefnuna.
Ítarleg dagskrá ráðstefnunnar
Krefjumst friðar í fíkniefnastríðinu! Tveggja daga ráðstefna Snarrótarinnar um fíknistefnu og mannréttindi, dagana 9. og 10. október 2015 í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, Reykjavík. Ráðstefnan er tileinkuð 75 ára minningu John Lennon. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Schedule of the Symposium
Imagine Peace in the Drug War! The First International Icelandic Symposium on Drug Policy and Human Rights, October 9th and 10th 2015 at Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, Reykjavík. Dedicated to the Memory of John Lennon om his 75th Birthday. Free entry, all welcome!
Ræðumenn ráðstefnunnar
Neill Franlin liðsforingi
Law Enforcement Against Prohibition
Major Franklin er fyrrverandi lögreglumaður frá Maryland fylkislögreglunni og lögregluembætti Baltimore og framkvæmdastjóri LEAP í Bandaríkjunum. Meðan hann starfaði sem lögreglumaður var hann fræðslu- og þjálfunarstjóri í afbrota- og vímuefnadeild. Eftir 23 ára starf hjá embættunum var hann ráðinn yfirmaður fræðslu og þjálfunar í Baltimore lögreglunni. Í upphafi ferils síns starfaði hann sem fíkniefnalögreglumaður í Maryland og átti þátt í hundruðum handtaka.
Dr. Khalid Tinasti
Global Commission on Drug Policy
Khalid Tinasti er stefnumótunar greinandi hjá Global Commission on Drug Policy (GCDP) og skrifstofustjóri Evrópudeilarinnar. Áður en hann hóf störf þar vann hann sem ráðgjafi fyrir UNAIDS, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og fleiri. Hann hefur starfað sem talsmaður innan ríkisráðuneytisins í Frakklandi og sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti Ghana. Auka starfa sinna fyrir GCDP er hann gestafyrirlesari hjá WHO og fleirum alþjóðlegum stofnunum. Hann hefur unnið fyrir framkvæmdastjórn GCDP frá 2013.
Alcina Branco Ló
Sálfræðingur, heilbrigðisráðuneyti Portúgals
Starfar hjá General Directorate for Intervention on Addictive Behaviours and Dependencies í Lissabon, Portúgal. Hún er sálfræðingur að mennt og hefur unnið að stefnumótun í vímuefnamálum í Portúgal frá 1990 þar sem leiðarstefið hefur verið skaðaminnkun. Hún er nú yfirmaður deildar sem greinir og metur skaðaminnkun og þjálfun starfsfólks í þeim geira. Deildin starfar á landsvísu og fylgist með og metur árangur af stefnu Portúgala. Fyrirlestur Ló kallast Afglæpun – fyrirbyggjandi og heilsueflandi nálgun.
Nanna W. Gotfredsen
Lögfræðingur, Gadejuristen
Nanna Gotfredsen er lögmaður frá Kaupmannahafnarháskóla og harðkjarna götulögmaður. Hún hefur starfað sem slíkur í Kaupmannahöfn frá 1999. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á lögmálum götuneyslunnar og hvernig líf fíklar mega búa við. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir starf sitt að mannúðarmálum, bæði innan lands og alþjóðlega. Meðal annars The Justice Gerald Le Dain Award for Achievement in the Field of Law, Los Angeles, 2011, BrugerVenPrisen frá Bruger Foreningen, 2006 og Årets Anker, Anker Jørgensen-prisen (HK), 2008 og Junior Chamber International, JCI, TOYP verðlaunin 2007.
Ted Goldberg
Félagsfræðiprófessor, Svíþjóð
Ted Goldberg er félagsfræðiprófessor sem býr í Solna í Svíþjóð og gerði afar umfangsmikla fjörurra og hálfs árs rannsókn á vímuefnaheiminum í Stokkhólmi. Hann bjó meðal neytenda meðan á rannsókninni stóð og fékk einstaka innsýn í líf fíklanna. Hann er höfundur fjölda bóka um vímuefnaneyslu og stefnu valdhafa í vímuefnamálum. Þá hefur hann haldið fjölda fyrirlestra um efnið bæði fyrir fræðasamfélagið og almenning. Hann hefur tekið fullan þátt í vímuefnaumræðunni í Svíþjóð í meira en þrjá áratugi.
Art Way, lögfræðingur
Drug Policy Alliance
Art Way er lögfræðingur að mennt og er yfirmaður Drug Policy Alliance (DPA) í Colóradó í Denver. Way blöskraði hvernig mannréttindi eru fótum troðin í fíknistríðinu. Einkum stjórnarskrárbundin réttindi. Hann stjórnaði áætlun þar sem reynt var að jafna leikvöllinn og koma á jafnrétti milli litaðra og hvítra í dómskerfi fylkisins. Hann var í fararbroddi aukinna mannréttinda við líkamsleitir og árangur þess er að í Cólóradó þurfa bæði ökumenn og gangandi vegfarendur að samþykkja leit. Trú Ways á að fangelsi og fíknistríð séu ekki réttar aðferðir við vímuefnaneytendur leiddu hann í starf hjá DPA.
Ráðstefnan er haldin í Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, Reykjavík
Ráðstefnan stendur frá kl. 15:00 til 18:00, föstudaginn 9. október og kl. 10:0 til 17:00, laugardaginn 10. október. Aðgangurinn er ókeypis og allir velkomnir
Fjöldi þeirra sem hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnuna
Fjöldi ræðumanna með framsöguerindi á ráðstefnunni
Fjöldi gestafyrirlesara sem Snarrótin hefur boðið til landsins
Fjöldi liðsmanna á fésbók Snarrótarinnar - Samtaka um borgaraleg réttindi
Viðtöl við nokkra ræðumenn ráðstefnunnar
Open Society Foundations styrkir ráðstefnu Snarrótarinnar um fíknistefnu og mannréttindi Tjarnarbíói, 9. og 10 október 2015.
Valkostirnir eru stríðsrekstur gegn ungu fólki og sjúku eða friður í fíknistríðinu. Hvor leiðin ætli sé líklegri til mannbóta?
Tökum höndum saman og bindum enda á fíknistríðið!
Snarrótin
Snarrótin — Samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Markmið félagsins er að verja borgaraleg réttindi og friðhelgi einkalífs.
Lögvæðing og regluverk
Snarrótin hafnar refsistefnu bannhyggjunnar. Hún styður fulla lögvæðingu kannabismarkaðarins og að skatttekjum af kannabisverslun verði varið til stuðnings barna, ungs fólks og fíknisjúkra.
Ókeypis fyrirlestrar
Snarrótin hefur enga fasta tekjustofna. Það er stefna félagsins að allir fyrirlestrar á hennar vegum séu ókeypis og öllum opnir. Allt söfnunarfé rennur óskipt til verkefna á vegum Snarrótarinnar.
Frjáls framlög
Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.
Viltu styrkja Snarrótina til góðra verka?
Það er stefna Snarrótarinnar að fyrirlestrar og útgáfuefni hennar sé ókeypis og öllum aðgengilegt. Hver króna sem lögð er í baráttusjóð Snarrótarinnar rennur óskipt til að greiða kostnað vegna fyrirlestra og útgáfustarfs félagsins. Framkvæmdageta Snarrótarinnar er í höndum almennings á Íslandi. Við biðjum um stuðning þinn!