Viðtal við Pye Jacbsson sem stundar kynlífsþjónustu og berst fyrir réttindum kollega sinna.
Í þessu myndbandi frá ungversku mannréttindasamtökunum HCLU er fjallað um aðstæður þeirra sem veita kynlífsþjónustu í Svíþjóð.
Þann 1. janúar 1999 tóku gildi lög í Svíþjóð sem leggja refsingu við kaupum á kynlífi. Lögin áttu að taka á eftirspurninni, sem talin var orsök vændis.
Pye Jacbsson segir að lög sem áttu að vernda vændiskonur- og karla hafa í reynd gert hlutskipti þeirra miklu verr en áður.
Þótt dregið hafi úr götuvændi í Svíþjóð hafi vændi færst í undirheimana með þeim afleiðingum að erfiðara er að hafa eftirlit með því og veita þeim sem stunda vændi félagslega aðstoð.
Þannig þrífst meiri harka en áður, andlegt og líkamlegt ofbeldi í glæpavæddu umhverfi þjónustunnar.
Staða vændismiðlara hefur styrkst, m.a. vegna þess að kaupendur vændis verða ófúsari til að bera vitni gegn þeim og koma þar með upp um sjálfa sig.
Þannig þrífst meiri harka en áður, andlegt og líkamlegt ofbeldi í glæpavæddu umhverfi kynlífsþjónustunnar.
Bann við kaupum á vændi, segir hún, fæli í mesta lagi frá hina venjulegu viðskiptavini, þá sem kaupi slíka þjónustu af góðum hug, en hafi engin áhrif á þá sem eru ofbeldisfullir og vilji stunda þessa háttsemi til að misnota fólk.
Starfsöryggi þeirra sem veita kynlífsþjónustu hafi því versnað til muna og þau eru mun varnarlausari en áður gegn hrottum og óprúttnum aðilum.
Glæpavæðing vændiskaupa ýtir einnig undir stimplun, þá hafi útskúfun og einelti í garð þeirra sem veita kynlífsþjónustu aukist.
,,Við viljum bjarga þér, og ef þú kannt ekki að meta það verður þér refsað,” segir hún vera mottóið hjá Svíum.