Öll vitum við að misnotkun vímuefna – löglegra sem ólöglegra – getur verið skaðleg. En hvað með fíkniefnabannið og fíkniefnastríðið sjálft? Hverjar eru afleiðingar þess? Hvers vegna vill vaxandi hópur fólks afnema það, eins og áfengisbannið á sínum tíma?

Á Íslandi hefur umræða um vímuefnamál einkum snúist um meinta skaðsemi eða meint skaðleysi kannabisefna. En er það kjarni málsins?

Enginn heldur því fram að áfengi sé löglegt vegna þess að það sé skaðlaust. Þá eru fáir sem vilja banna áfengi þótt þeir viti hversu skaðlegt það getur verið.

Refsivörslukerfið á Íslandi ver hátt í tveimur milljörðum króna árlega í að halda banninu til streitu.

Snarrótin telur nauðsynlegt að beina athyglinni og umræðunni að skaðsemi fíkniefnastríðsins sjálfs.

Hvaða afleitu afleiðingar þetta vonlausa stríð hefur haft hér á landi. Tveir milljarðar á Íslandi fara í hít refsivörslukerfisins vegna bannsins.

Þá er eftir ómældur kostnaður í heilbrigðiskerfinu vegna ónógrar heilbrigðisþjónustu við fíknisjúka og fórnarkostnaður samfélagsins vegna örorku og ótímabærra dauðsfalla.

Sparnaður vegna lögvæðingar og skatttekjur af kannabissölu ríkisins geta fjármagnað byltingu í heilbrigðisþjónustu og menntun ungs fólks á Íslandi.

Hvað kostar fíkniefnabannið okkur?

Í þessari skýrslu frá Count the Costs er fjallað um hvernig fíkniefnastríðið og andóf stjórnvalda í ýmsum löndum gegn skaðminnkunarstefnunni í fíknivörnum vegur að lýðheilsu fólks.

Stuðlar að sýkingum, sjúkdómum og dauða víða um heim.

Áætlað hefur verið að sala ólöglegra vímuefna á Íslandi velti á bilinu 10 milljarða til allt að 96 milljarða á ári.

HIV-fárið á Íslandi og fjölgun sprautuneytenda er dæmi um að núverandi stefnumótun í fíkniefnamálum er ekki að virka.

Er kominn tími til að reyna nýjar leiðir, fyrst þær sem notaðar hafa verið síðast liðinn 50 ár virka ekki?

Hér má lesa skýrslu um þann gífurlega fjárhagslega kostnað sem hlýst af fíkniefnastríðinu.

Stríði sem hefur staðið yfir í meir en 50 ár, en hefur ekki dregið úr framleiðslu, dreifingu né sölu á ólöglegum vímuefnum.

Í heiminum veltir ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn árlega um 320 milljarða Bandaríkjadala. Sá íslenski, hefur verið áætlað, árlega á bilinu 10 milljarða til 96 milljarða.

Er tímabært að opinberir aðilar svipti skipulögðum glæpasamtökum yfirráðum yfir þessu fé?

 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.