Snarrótin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi og fyrirtækjum. Öll vinna í þágu Snarrótarinnar er sjálfboðastarf. Snarrótin rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu.

Það er stefna Snarrótarinnar að fyrirlestrar á hennar vegum séu ókeypis og öllum opnir. Enginn fyrirlesari á hennar vegum hefur fengið greitt fyrir fyrirlestra eða önnur störf í þágu félagsins.

Hver króna sem lögð er í Baráttusjóð Snarrótarinnar rennur óskipt til að greiða fargjöld og gistingu fyrirlesara og uppihald þeirra á Íslandi.

Framhaldslíf Snarrótarinnar er því í höndum almennings á Íslandi. Við munum halda áfram að bjóða færustu sérrfræðingum heimsins til Íslands ef fjárhagurinn leyfir. Að öðrum kosti lognast starfsemin útaf og umræðan verður fátæklegri sem því nemur.

Þeir sem vilja styrkja starf Snarrótarinnar geta lagt framlög inn á reikning félagsins í Arion banka:

Kennitala: 511004-3220 Banki: 0323-26-011004
IBAN: IS21 0323 2601 1004 5110 0432 20
SWIFT: ESJAISRE.

Snarrótin getur einnig tekið á móti framlögum af öllum helstu greiðslukortum, hvort sem er boðgreiðslum eða eingreiðslum. Þeir sem vilja nota kort geta gengið frá málum í næsta banka, með því að að skrifa tölvupóst til snarrotin@snarrotin.is, eða með því að fylla út formið hér.
 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.