Um Snarrótina

Snarrótin – samtök um skaðaminnkun og mannréttindi er félag áhugafólks um opið samfélag, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Allt frá stofnun árið 2012 hefur félagið unnið fyrst og fremst að því að efla mannréttindamiðaða umræðu um vímuefnamál og gagnrýna ríkjandi bannstefnu. Við byggjum á gagnreyndum aðferðum og leitumst við að varpa ljósi á hvað hefur sýnt sig að virkar, og virkar ekki, til að draga úr skaðsemi vímuefna án þess að brjóta gegn réttindum einstaklinga.

Stjórn Snarrótarinnar, kosin til tveggja ára á aðalfundi 9. september 2021:

  • Ásta Sif Árnadóttir
  • Björgvin Mýrdal Þóroddsson
  • Gígja Skúladóttir
  • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
  • Júlía Birgisdóttir

Varamenn

  • Jón Hjörtur Jónsson
  • Pétur Þorsteinsson