Snarrótin sendi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (endurflutt), 328. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020.
Frumvarpið miðar að því að heimila rekstur neyslurýma.
Snarrótin bendir á að fyrir þinginu liggur annað frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem ætlað er að gera alla vörslu neysluskammta vímuefna refsilausa og vísar til umsagnar sinnar um það mál. Frumvarp um neyslurými gengur skemur en það frumvarp og því mælir Snarrótin með að það verði samþykkt frekar, en frumvarp um neyslurými einungis til þrautavara.