Snarrótin http://snarrotin.is Samtök um skaðaminnkun og mannréttindi Tue, 30 Nov 2021 16:42:58 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=4.3.34 Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna afglæpavæðingarsvika Alþingis http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-afglaepavaedingarsvika-althingis/ http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-afglaepavaedingarsvika-althingis/#comments Fri, 11 Jun 2021 15:19:01 +0000 http://snarrotin.is/?p=3559 Nú er orðið ljóst að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta kemst ekki út úr nefnd, verður ekki tekið aftur til atkvæðagreiðslu og því verður þetta mál ekki klárað á kjörtímabilinu.  Snarrótin telur að hér sé um gróf svik í garð fólksins sem líður fyrir gildandi refsistefnu að ræða, vísvitandi og meðvitaða ákvörðun um að láta […]

The post Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna afglæpavæðingarsvika Alþingis appeared first on Snarrótin.

]]>
Nú er orðið ljóst að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta kemst ekki út úr nefnd, verður ekki tekið aftur til atkvæðagreiðslu og því verður þetta mál ekki klárað á kjörtímabilinu. 

Snarrótin telur að hér sé um gróf svik í garð fólksins sem líður fyrir gildandi refsistefnu að ræða, vísvitandi og meðvitaða ákvörðun um að láta þennan hóp mæta afgangi. Það er engan veginn ósanngjarnt að fullyrða að þessu fólki var lofað að því yrði veitt skjól fyrir afskiptum lögreglunnar fyrir um tveimur árum síðar þegar velferðarnefnd beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra að „vinna markvisst að því að afnema refsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum fíkniefna“. Það er heldur ekki ósanngjarnt að fullyrða að þetta loforð hafi verið áréttað þegar þingmannafrumvarp um málið var fellt í fyrra og margir þingmenn útskýrðu afstöðu sína þannig að þeir styddu málið alveg efnislega en að það þyrfti að vinna það betur. Þetta loforð er síðan í fullu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna.

Engar efnislegar útskýringar hafa komið fram á því af hverju ekki var hægt að efna þetta loforð með því að klára þá vinnu sem heilbrigðisráðherra, í fullu umboði velferðarnefndar, ákvað að hefja. Í fjölmiðlum hefur hins vegar komið fram að ágreiningur hafi verið um það innan velferðarnefndar, þeirri sömu og hafði gefið út loforð um að hún myndi styðja við málið ef það kæmi frá heilbrigðisráðherra. Málið allt, frá upphafi til enda, er Alþingi til gríðarlegrar vanvirðu og í þessu felast skýr skilaboð um að þrátt fyrir hástemmdar og ítrekaðar yfirlýsingar og stefnumörkun ríkisstjórnarinnar þá er þingheimi sama um hagsmuni þolenda refsistefnunnar. Að dingla loforði um breytingar framan í þetta fólk en kippa því síðan til baka án útskýringar er meira en svívirða, það er grimmd.

Ofan á þessa svívirðu og grimmd bætist að það er ekki nóg með að ríkisstjórn og þing hafi ekkert gert til að bæta réttarstöðu neytenda vímuefna heldur hefur dómsmálaráðherra með einu pennastriki í reglugerð útvíkkað sérstakar heimildir lögreglunnar sem ná yfir öll fíkniefnabrot, þar með talið vörslu neysluskammta. Með þeirri breytingu eru neytendur enn útsettari fyrir afskiptum lögreglunnar en áður, minna tilefni (ekki rökstuddan grun heldur bara grun) þarf en áður til þess að aðferðum á borð við skyggingu (að eltast við fólk eða vakta staði) sé beitt á þá. Þetta kemur frá sama dómsmálaráðherra og hafði áður sagt að það væri svo mikið mál að skilgreina neysluskammta að það yrði að gera það í lögum en ekki reglugerð. Í stað þess að senda þau skilaboð til lögreglunnar að láta neytendur í friði er henni þannig veitt frekara skotleyfi á þá.

Snarrótin vill hvetja þingmenn til að standa fyrir máli sínu og fjölmiðla til að draga þá til ábyrgðar á sínum ákvörðunum. Nú styttist í þingkosningar og svikum á borð við þessi má ekki moka undir teppið heldur er þvert á móti mikilvægt að halda þeim til haga. Hvað hyggst þingheimur svo gera á næsta kjörtímabili og af hverju í ósköpunum ætti nokkur að treysta honum framar þegar kemur að þessum málaflokki?

Um er að ræða algjört rof á trausti og það mun taka mikla vinnu að byggja það upp aftur – hafi þingmenn þá einhvern áhuga á því á annað borð.

 

The post Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna afglæpavæðingarsvika Alþingis appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-afglaepavaedingarsvika-althingis/feed/ 0
Opið bréf til Diljár Mistar http://snarrotin.is/opid-bref-til-diljar-mistar/ http://snarrotin.is/opid-bref-til-diljar-mistar/#comments Wed, 09 Jun 2021 10:43:24 +0000 http://snarrotin.is/?p=3585 Við í Snarrótinni, samtökum um skaðaminnkun og mannréttindi, viljum byrja á að óska þér til hamingju með frábæran árangur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er fagnaðarefni að fá unga og skelegga manneskju til liðs við baráttuna gegn fíknivandanum. Í viðtali við þig í Ísland í dag sem birtist á visir.is þann 12. maí síðastliðinn kemur berlega í ljós […]

The post Opið bréf til Diljár Mistar appeared first on Snarrótin.

]]>
Við í Snarrótinni, samtökum um skaðaminnkun og mannréttindi, viljum byrja á að óska þér til hamingju með frábæran árangur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er fagnaðarefni að fá unga og skelegga manneskju til liðs við baráttuna gegn fíknivandanum.

Í viðtali við þig í Ísland í dag sem birtist á visir.is þann 12. maí síðastliðinn kemur berlega í ljós sá eldmóður sem þú berð í brjósti fyrir velferð þeirra sem lenda í fíknivanda.

Þar sem við deilum þessum eldmóði með þér og berjumst að sama markmiði, þá langar okkur að fræða þig um nokkra punkta.

Fíknistríðið og árangur þess

Bannstefnan gengur út frá því að vímuefnafíkn sé val og siðferðislegur persónugalli hjá manneskjum. Þannig hljóti að vera hægt að refsa hann í burtu. Fíknistríðið svokallaða hefur kostað íslenska skattgreiðendur yfir 75 milljarða króna síðan árið 1968. Á þeim tíma hefur neysla vímuefna farið stöðugt vaxandi og efnin hafa orðið harðari. Framboð fylgir eftirspurn, sem glöggt má sjá af frétt sem birtist á mbl.is í vikunni, þar sem sagt er frá því að neysla á kókaíni í Reykjavík hafi aukist um meir en helming síðan 2017. Þetta er sama þróun og við sjáum annars staðar í heiminum. Beinharðar tölur ljúga ekki: bannstefnan hefur ekki borið tilætlaðan árangur.

Það sem hefur hins vegar gerst með bannstefnunni er það að fólk sem misnotar vímuefni hefur verið gert að glæpamönnum og í kjölfarið færst stöðugt lengra út á jaðarinn. Það velur það nefnilega enginn að lenda í vandræðum með vímuefni.

Hvað veldur fíkn?

Þegar tölfræði yfir fíknivanda er skoðuð sést að tölurnar eru mjög svipaðar yfir efni. Flest fólk sem byrjar að fikta með vímuefni, gerir það á táningsárum, eða um 99%. Af þessum hópi halda flestir, eða um 80-90%, sig bara í fiktinu, prófa einu sinni eða tvisvar eða nota efnin hóflega eða sjaldan. Það eru þó 10-20% sem lenda í vandræðum með neyslu sína.

Af þessum 10-20% sem lenda í vandræðum með neyslu sína, munu langflestir hætta misnotkun sinni í kringum þrítugsaldurinn. Fólk eignast börn og tekur húsnæðislán og hefur hreinlega ekki tíma í ruglið. Það á þó því miður ekki við um alla, bara u.þ.b. 80-90% hópsins. Þá standa eftir 10-20%, sem þarf inngrip til að geta rétt stefnuna af.

Þessar tölur eru svipaðar hvort sem um er að ræða áfengi eða ólögleg vímuefni. Það eru 10-20 prósent af 10-20 prósentum, sem þarfnast hjálpar við sínum vanda.

Svo hvað skilur á milli?

Það sem skilur á milli er flókin samblanda erfða og umhverfis, bæði uppvaxtarsögu og umhverfis í barnæsku, ásamt núverandi umhverfi. Fólk með langa áfallasögu í uppvexti er svo dæmi sé tekið í mun meiri áhættuhópi á að þróa með sér fíknivanda en fólk sem ekki hefur langa áfallasögu.

Með öðrum orðum, fólk sem þróar með sér fíknivanda er veikt fólk, og það þarf hjálp.

Björgum lífum

Þó vímuefnið sem þú ert háð/ur sé löglegt, þá er ákveðin skömm sem fylgir því að vera háð/ur – vera „alki“ eða „fyllibytta“. Það fólk sem ánetjast áfengi á við ýmis vandamál sem fylgja fíkn að etja þar fyrir utan, líkt og að missa heilsu, fjölskyldu og líf í gin fíknarinnar. Þetta fólk sleppur þó við mörg vandamál sem fólk sem ánetjast öðrum efnum þarf að glíma við í ofanálag.

Ef þú ert að nota ólöglegt vímuefni en ekki löglegt þá þarftu að glíma við það að hika við að hringja á sjúkrabíl ef þú eða einhver í kringum þig tekur of stóran skammt – því það að bjarga lífi vinkonu þinnar þýðir að öllum líkindum endi á eigin lífi eins og þú þekkir það, þegar lögreglan sækir þig til saka fyrir vímugjafa þinn. Það er heldur ekki í boði að hringja á lögreglu ef maki þinn gengur í skrokk á þér, því þú veist hvað það hefur í för með sér fyrir þig. Þú færð ekki sömu læknisþjónustu og aðrir, þú hefur ekki rétt á sömu þjónustu og úrræðum og aðrir, og þú ert brennimerkt sem „dópisti“ í augum annarra landsmanna. Fólk er hratt að færast út á jaðarinn, þar sem skömmin verður óbærileg og kallar á næsta skammt.

Jafnvel fólk sem ekki á í neinum vandræðum með sína notkun á ólöglegum efnum tapar á bannstefnunni. Fjöldi fólks er að glíma við sálrænar afleiðingar ónauðsynlegra leita á persónu þeirra eða fórum, eftir rassíur lögreglu á útihátíðum. Áfallastreitueinkenni, jafnvel áfallastreituröskun, ásamt missi á trausti á lögregluna. Fólk sem hefur jafnvel aldrei komið nálægt efnum af nokkru tagi. Nú nýlega hafa komið upp nokkur dæmi þar sem beðið var um hjálp vegna veikinda, en Neyðarlínan sendi lögreglubíl í stað sjúkrabíls, vegna gruns um ólögleg efni. Ekki er langt síðan ung stúlka dó af þessum sökum.

Á hverju ári deyja mörg af ungmennum okkar vegna þess að sum vímuefni eru ólögleg. Þau deyja vegna þess að vinirnir hringja ekki á sjúkrabíl, þau deyja vegna þess að lögreglubíll er sendur í stað sjúkrabíls, þau deyja vegna þess að í stað fræðslu fengu þau hræðsluáróður, og þau deyja vegna þess að þeim er ýtt út á jaðarinn í skömm, í stað þess að vera umvafin og studd í átt að heilbrigði.

Breytum um aðferð

Refsistefna er ekki rétta leiðin. Hún hefur verið reynd í heila öld, og hefur kostað milljónir manna lífið, eyðilagt samfélög og fjölskyldur, og enn eykst vímuefnaneysla. Spurningin er þá hvort við séum tilbúin til að horfast í augu við raunveruleikann þegar aðferð virkar ekki sem skyldi eða skilar ekki tilsettum árangri. Ef þú ert með skrúfjárn sem virkar ekki fyrir tilsetta skrúfu og spólar bara, þá liggur beinast við að skipta yfir í skrúfjárn sem passar skrúfunni.

Til eru lönd sem hafa farið aðra leið. Þar sem vímuefnavandinn hefur verið orðinn það stór og erfiður viðureignar að stjórnvöld voru tilbúin að grípa til örþrifaráða: hlusta á vísindin, afglæpavæða eða regluvæða vímuefni, og setja peninginn í heilbrigðiskerfið og forvarnir í staðinn. Það er þeim löndum sammerkt að vímuefnavandinn snarminnkaði, glæpum fækkaði, ofbeldi minnkaði og meðalaldur þeirra sem misnota vímuefni hækkaði, þar sem ungmenni sækja minna í vímuefni þegar þau eru ekki lengur bönnuð og spennandi.

Nýlegar umræður hafa endurspeglað hve góð samstaða er innan Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta. Sextíu prósent landsmanna eru fylgjandi frumvarpinu. Fagfélög líkt og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands og Fagdeild Geðhjúkrunarfræðinga á Íslandi stíga fram til undirtekta á löggjöfinni. Þá er umsögn Landlæknis jákvæð þó hún einkennist líka af varkárni. Alþjóðaheilbrigðisstofnun mælir með breytingum á ríkisstefnum yfir í sannreyndar aðferðir til þess að stemma stigu við vímuefnavandann.

Við hvetjum þig, Diljá, til að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johan Hari. Bókin segir sögu fíknistríðsins svokallaða og sýnir lesandanum hvernig stríðið gegn fíkniefnum er ekkert annað en stríð gegn fólki. Við í Snarrótinni erum svo alltaf til í samtal, hafirðu áhuga á að kynnast okkar starfsemi betur.

F.h Snarrótarinnar,

Bylgja Guðjónsdóttir Thorlacius

-birt á Visir.is þann 9. júní 2021

The post Opið bréf til Diljár Mistar appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/opid-bref-til-diljar-mistar/feed/ 0
Opið bréf til Læknafélags Íslands http://snarrotin.is/opid-bref-til-laeknafelags-islands/ http://snarrotin.is/opid-bref-til-laeknafelags-islands/#comments Sat, 01 May 2021 14:21:10 +0000 http://snarrotin.is/?p=3547 Í útvarpsfréttum RÚV í morgun, 30. apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi. Að Ríkislögreglustjóri leggist gegn þessu mikilvæga heilbrigðismáli ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er lögreglufólk ekki heilbrigðismenntað. Að auki er það afar […]

The post Opið bréf til Læknafélags Íslands appeared first on Snarrótin.

]]>
Í útvarpsfréttum RÚV í morgun, 30. apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi. Að Ríkislögreglustjóri leggist gegn þessu mikilvæga heilbrigðismáli ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er lögreglufólk ekki heilbrigðismenntað. Að auki er það afar skiljanlegt að lögreglan eigi erfitt með að meðtaka breytingar á starfsumhverfi sem m.a. stendur undir launum þeirra. En það eru ekki vísindi.

Að Læknafélag Íslands haldi hins vegar þéttingsfast í kreddurnar, er sorglegt að sjá. Það má í raun spyrja þess hvað stéttarfélag, sem hefur þann tilgang að standa vörð um réttindi og kjör stéttarinnar, er að tala á móti skipuðum fulltrúa læknastéttarinnar, landlækni, sem er fylgjandi afglæpavæðingu. Svo ekki sé minnst á eina stærstu heilbrigðisstofnun heims, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, sem hefur kallað eftir afglæpavæðingu lengi. Hvernig stendur á þessum mikla mun? Eru læknar á Íslandi almennt sammála umsögn Læknafélagsins?

Læknum ber í sínum störfum skylda til að starfa samkvæmt nýjustu rannsóknum, að vera vísindalegir í hugsun og draga ályktanir sínar af gögnum. Hinn vísindalegi hugsunarháttur miðast enda við að geta verið duglegur að rýna til gagns og endurskoða eigin nálgun, ef ný gögn berast sem breyta forsendum og útkomu.

Læknar eru að auki í starfi sem gengur beinlínis út á það að hjálpa fólki, og eiginlegt markmið læknavísindanna er að hjálpa fólki til heilbrigðis. Læknar strengja allir Hippókratesareiðinn, en íslenska útgáfan af heitorði lækna hljóðar svo: „Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.“ 

Því skýtur það vægast sagt skökku við að sjá fulltrúa þessarar fagstéttar leggjast gegn afnámi refsistefnu, sem nú er vel vitað að er stórskaðlegt fyrirbæri sem hefur leitt til dauða milljóna manna um heim allan undanfarna öld.

Snarrótin er nefnilega mjög sammála LÍ í því atriði að leggja þurfi áherslu á það að auka meðferðarúrræði fyrir fólk í fíknivanda. Það er nákvæmlega út frá því atriði sem ekki verður hjá því komist að benda á þversögnina sem felst í því að sjá menntaða lækna mæla með refsingum vegna ákveðinna veikinda, en ekki meðferð og lækningu.

Augljóst er af lestri umsagnarinnar að LÍ hefur ekki tekið eitt einasta skref til að fræðast um nútímarannsóknir á eðli fíknivanda og árangur þeirra aðgerða sem hingað til hafa verið prófaðar til að stemma stigu við honum. Enda hafa læknar, sálfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir verið átakanlega fjarri umræðunni um þessi mál. Það er t.d. augljóst að LÍ gefur sér þá kolröngu forsendu, að við afnám refsinga muni fíkniefnavandi aukast. Um þetta höfum við nóg af tölulegum gögnum frá öðrum löndum sem hafa afglæpavætt eða lögleitt. Niðurstaðan er skýr: Afglæpavæðing eykur ekki fíknivanda.

LÍ segir að efla þurfi og styrkja lögregluna í baráttu gegn vímuefnum og hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu vímuefna. Afstaða LÍ er einkennileg þar sem ekkert í frumvarpinu dregur úr völdum lögreglu til að vinna gegn ólöglegri sölu vímuefna, enda er það beinlínis markmið frumvarpsins að styrkja baráttuna gegn vímuefnavandanum. Ástæðan fyrir þessu markmiði frumvarpsins er að reynslan hefur sýnt að refsistefna virkar ekki, og er beinlínis stórskaðleg bæði fólki og samfélögum. Að ekki sé minnst á kostnaðinn sem af henni hlýst.

Sem dæmi um alvarlega annmarka á umsögninni má skoða fimmta tölulið þess rökstuðnings sem þar er færður:

„Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. LÍ telur að verði farin sú leið sem frumvarpið leggur til muni fíkniefnavandi íslenskra ungmenna aukast frá því sem nú er. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna.“

Hér er bara samansafn af kolröngum og mótsagnakenndum fullyrðingum.

Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. Hér er strax farið út í skurð með rökstuðninginn þar sem sú staðreynd að það hefur dregið úr neyslu meðal ungmenna bæði á löglegum og ólöglegum vímuefnum bendir einmitt sterklega til þess að það sé eitthvað annað að stýra þessari þróun en refsistefna gagnvart sumum vímuefnum.

Refsingar hafa varnaðaráhrif.  Það er sálfræði 101 að refsingar hafa EKKI varnaðaráhrif. Það er eitt af grunnlögmálum mannlegrar hegðunar, og undarlegt að læknar skuli ekki hafa þekkingu á þessu grunnlögmáli hegðunar en sýnir kannski hve námi í læknisfræði er ábótavant í þessu tilliti. Í framhaldi af því mætti spyrja hve mikla menntun læknar fá í sálfræði og atferlisfræði í sínu námi.

Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna. Það eru engin gögn sem sýna fram á að einstaklingum með vímuefnavanda (á slæmri íslensku fíklum) muni fjölga við afglæpavæðingu. Öll gögn sýna annað. Þar sem fallið hefur verið frá refsistefnunni sjáum við einmitt öfuga þróun: Færri ungmenni leiðast út í vanda. Snarrótin bendir á að hagsmunasamtök barna og ungmenna – Barnaheill – hefur veitt jákvæða umsögn um fyrirliggjandi frumvarp.

Það er í alvörunni skammarlegt af einni lærðustu stétt landsins að láta frá sér svona óábyrgt og kreddufullt efni.

Skammarlegt hjá stétt sem heldur því fram að hún starfi eftir vísindalegum aðferðum, að geta þá ekki skoðað öll þau yfirgnæfandi gögn og reynslu sem sýna svart á hvítu að refsistefna er skaðleg fólki, og dregið ályktanir út frá því. 

Skammarlegt hjá stétt sem sver þess eið að fara ekki í manngreinaálit á þeim einstaklingum sem til þeirra leita. En mæla svo með refsingum við ákveðnu meini. 

Skammarlegt hjá forréttindastétt að mæla með skipulögðum níðingsskap gagnvart jaðarsettasta hópi samfélagsins. 

Snarrótin skorar á lækna alls staðar, að láta sína afstöðu í ljós, taka fullan þátt í umræðunni og að láta vita af því ef LÍ talar ekki fyrir þá.

Virðingarfyllst f.h. Snarrótarinnar,

Lilja Sif Þorsteinsdóttir

Halldór Auðar Svansson

Darri Eyþórsson

Sigrún Jóhannsdóttir

Halla Kolbeinsdóttir

 

Þetta bréf var birt á Vísi.is og DV.is 1. maí 2021. 

The post Opið bréf til Læknafélags Íslands appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/opid-bref-til-laeknafelags-islands/feed/ 0
Yfirlýsing vegna orðræðu um smáhúsabúa http://snarrotin.is/yfirlysing-vegna-ordraedu-um-smahusabua/ http://snarrotin.is/yfirlysing-vegna-ordraedu-um-smahusabua/#comments Sat, 23 May 2020 15:22:24 +0000 http://snarrotin.is/?p=3516 Þann 20. september 2018 bárust fréttir af því að borgarráð Reykjavíkurborgar hafi ákveðið að veita heimild upp á allt að 450 milljón kr. til kaupa á smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs. Stefna borgarinnar er að tryggja mismunandi búsetuúrræði sem henta fjölbreyttum hópum fólks og eru færanleg smáhús liður í því. Unnið er eftir svokallaðri „Húsnæði fyrst“ […]

The post Yfirlýsing vegna orðræðu um smáhúsabúa appeared first on Snarrótin.

]]>
Þann 20. september 2018 bárust fréttir af því að borgarráð Reykjavíkurborgar hafi ákveðið að veita heimild upp á allt að 450 milljón kr. til kaupa á smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs. Stefna borgarinnar er að tryggja mismunandi búsetuúrræði sem henta fjölbreyttum hópum fólks og eru færanleg smáhús liður í því. Unnið er eftir svokallaðri „Húsnæði fyrst“ hugmyndafræði þar sem allt fólk á rétt á húsnæði og ekki er talið rétt að neita fólki um húsnæði þó það glími við heimilisleysi eða eigi til að mynda við vímuefnavanda að stríða. Fallið hefur verið frá úreltum hugmyndum um að hægt sé að neyða fólk til að verða vímuefnalaust með því að úthýsa því úr mannlegu samfélagi og gera líf þeirra enn erfiðara, við hefur tekið mannúðlegri stefna þar sem því er sýndur skilningur að fólk sem á hvergi höfði að halla er heldur ólíklegt til að hafa tök á því að gera miklar breytingar á lífi sínu.

Þessi hugmyndafræði hefur fengið þverpólitískan stuðning innan borgarkerfisins og þannig voru kaupin á smáhúsunum alls ekki umdeild ráðstöfun. Þá tekur hins vegar næsta verkefni við, sem er að finna þessum smáhýsum stað í borginni og þá vandast málin. Þar er að ýmsu að huga, landið þarf að vera í eigu borgarinnar, svæðið þarf að henta tilvonandi íbúum smáhúsanna og svo þarf oftast að fara í formlegt ferli sem er breyting á deiliskipulagi. Í því ferli er hverjum sem er frjálst að senda inn athugasemdir sem taka þarf tillit til og eru þær líka birtar opinberlega. Þannig dregur þetta ferli fram þá orðræðu sem er í gangi um smáhýsabúana og er hún alls ekki alltaf falleg. Nú síðast fjallaði Morgunblaðið um athugasemdir vegna fyrirhugaðra smáhýsa við Stórhöfða en þar segir; „Skemmst er frá að segja að all­ar um­sagn­irn­ar nema ein voru nei­kvæðar. Íbúar í ná­grenn­inu telja að áformin komi niður á notk­un á vin­sæl­um göngu­stíg meðfram Stór­höfða en fast­eigna­eig­end­ur telja að þau rýri verðgildi eigna sinna og trufli starf­semi fyr­ir­tækja.“

Snarrótin lýsir yfir djúpum áhyggjum af þessari orðræðu og kallar eftir hugrekki kjörinna fulltrúa, fjölmiðla og almennings til að standa gegn henni. Tal um að heimilislaust fólk beinlínis rýri verðgildi eigna með nærveru sinni þegar það kemst í húsaskjól er hryllilega afmennskandi og myndi ekki að nokkru leyti líðast um nokkurn annan hóp fólks í samfélaginu. Hvar er svo rödd heimilislausra einstaklinga sjálfra og þeirra sem þekkja stöðu þessa hóps? Hér er ekki verið að tala um einhverjar tölur í Excel-skjali rekstraraðila heldur fólk af holdi og blóði sem þarf aðstoð við sínu heimilisleysi. Fólk hefur sinn tilverurétt og allir þurfa öruggan stað. Fordómar eru best upprættir með samtali og fræðslu og það er algjörlega ólíðandi ef neikvæðar athugasemdir um deiliskipulagsgerð eiga að stýra orðræðunni alfarið.

Alvöru samfélagslegu verðmætin eru ekki í þeim peningum sem er varið í að kaupa húsnæði heldur í viðhorfunum til fólksins sem býr í því. Ræktum þau viðhorf saman – stöndum með heimilislausum einstaklingum og bjóðum þau velkomin heim til sín.

The post Yfirlýsing vegna orðræðu um smáhúsabúa appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/yfirlysing-vegna-ordraedu-um-smahusabua/feed/ 0
Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna umfjöllunar um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-umfjollunar-um-daudsfall-heklu-lindar-jonsdottur/ http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-umfjollunar-um-daudsfall-heklu-lindar-jonsdottur/#comments Tue, 21 Jan 2020 16:51:15 +0000 http://snarrotin.is/?p=3512 Fréttaskýringaþátturinn Kompás hefur fjallað ítarlega um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, ungrar konu sem lést í átökum við lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að vinur hennar hringdi á Neyðarlínuna til að biðja um sjúkrabíl handa henni, þar sem hún var í geðrofsástandi. Snarrótin – samtök um skaðaminnkun og mannréttindi vill koma eftirfarandi […]

The post Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna umfjöllunar um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur appeared first on Snarrótin.

]]>
Fréttaskýringaþátturinn Kompás hefur fjallað ítarlega um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, ungrar konu sem lést í átökum við lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að vinur hennar hringdi á Neyðarlínuna til að biðja um sjúkrabíl handa henni, þar sem hún var í geðrofsástandi.

Snarrótin – samtök um skaðaminnkun og mannréttindi vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri út frá þeirri umfjöllun.

Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál.

Út frá málsgögnum, þar með talið framburði lögregluþjóna á vettvangi, er ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu snerust meðal annars um að leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar. Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim. Þessar aðferðir eru hins vegar engan veginn nauðsynlegur liður í því að þvinga manneskju til að vera kyrr og tryggja öryggi á vettvangi. Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun.

Snarrótin hvetur því Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla þannig að tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar vitað er að eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem augljóst er að þekking heilbrigðisstarfsfólks eykur líkur á því að hægt sé að eiga við aðstæður á vettvangi á farsælan hátt – eða er jafnvel bráðsnauðsynleg til að tryggja öryggi fólks og ásættanlega niðurstöðu útkalls. Líta þarf á veikt fólk sem skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins fyrst en viðfangefni lögreglu síðast. Lögregla mæti heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings en aldrei ein síns liðs. Jafnframt er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í slíku ástandi. Ef nauðsynlegt er að kalla til lögreglu til að hafa afskipti af veiku fólki á annað borð er það því beinlínis lífsnauðsynlegt að lögregla hafi fengið viðeigandi þjálfun í að takast á við aðstæður.

Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.

The post Yfirlýsing Snarrótarinnar vegna umfjöllunar um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/yfirlysing-snarrotarinnar-vegna-umfjollunar-um-daudsfall-heklu-lindar-jonsdottur/feed/ 0
Afhverju afglæpavæðing http://snarrotin.is/afhverju-afglaepavaeding/ http://snarrotin.is/afhverju-afglaepavaeding/#comments Thu, 28 Nov 2019 09:02:50 +0000 http://snarrotin.is/?p=3446 Þeir vísindamenn sem vinna hvað mest í bransanum eru sammála um það að besta fyrirkomulagið þegar kemur að skaðlegum vímuefnum er neyslustýring, þ.e. að hafa þau lögleg en að ekki sé hægt að nálgast þau hvar og hvenær sem er. Það er það fyrirkomulag sem við höfum í dag hvað varðar áfengið; það er löglegt, […]

The post Afhverju afglæpavæðing appeared first on Snarrótin.

]]>
Þeir vísindamenn sem vinna hvað mest í bransanum eru sammála um það að besta fyrirkomulagið þegar kemur að skaðlegum vímuefnum er neyslustýring, þ.e. að hafa þau lögleg en að ekki sé hægt að nálgast þau hvar og hvenær sem er. Það er það fyrirkomulag sem við höfum í dag hvað varðar áfengið; það er löglegt, en þú færð það samt ekki úti í næstu matvörubúð. Það er akkúrat fyrirkomulagið sem gögn sýna að beri hvað bestan árangur til skaðaminnkunar.

Eins og staðan er í dag er aðgengi að ólöglegum vímuefnum alveg frábært. Til að breyta því þyrfti að regluvæða vímuefni, en með því myndi markaðurinn færast inn í hið opinbera og efnin yrðu seld í sérbúðum, ávísað af læknum eða seld í apótekum.

Afglæpavæðing mun því miður ekki gera þetta. En afglæpavæðing mun hins vegar breyta heilmiklu, því að hætt yrði að gera veikt fólk að glæpamönnum, bara fyrir það að nota efni sem það er háð, og ekki síður vegna þess að eins og staðan er í dag, þá tekur löggan neysluskammt af fólki sem hefur oft lagt á sig ómælt erfiði til að útvega sér skammtinn sinn – og verður fárveikt ef það ekki fær hann. Þegar það gerist þá þarf sama fólk að fara aftur út og finna einhverja leið til að eiga fyrir nýjum skammti, og þegar fólk er svona veikt þá þýðir það oft að skammturinn er fjármagnaður með glæpsamlegum leiðum – innbrotum, vændi eða ólöglegri sölu á einhvers konar öðrum efnum.

Reynsla annarra landa hefur sýnt að bara við að taka á þessum galla í kerfinu þá stendur fólk ekki jafn höllum fæti. Það hefur möguleika á því að fara að treysta kerfinu í stað þess að óttast það, sækja sér hjálp, og við það hefur neysla vímuefna í þeim löndum sem hafa afglæpavætt minnkað, ásamt því að glæpir og vændi minnka líka.

Annað sem afglæpavæðing hefur gert í þeim löndum sem hafa farið þá leið er að dauðsföll þeirra sem látast af ofskömmtum vímuefna hríðfalla og oftast hverfa algjörlega. Hér á landi látast 30-40 ungmenni af völdum ofskömmtunar á ári hverju, sem er óvenju hátt hlutfall miðað við aðrar þjóðir. Við höfum tækifæri á því að á árinu 2020 verði þessi tala jafnvel alveg horfin. Allar þær fjölskyldur sem nú eiga um sárt að binda vegna ungmennis sem hvarf of snemma. Það er til mikils að vinna að þær verði ekki fleiri.

Við mælum annars með bókinni “Að hundelta ópið” sem kom út í íslenskri þýðingu núna fyrir skömmu og fæst í öllum helstu bókabúðum. Hún er virkilega áhugaverð og spennandi aflestrar, og fjallar um fíknistríðið. Hún fer vel yfir þann skaða sem bannstefnan hefur valdið, einstaklingum, fjölskyldum, samfélögum og heilu löndunum. Endilega kíktu á hana! 

 

Textinn er svar Snarrótarinnar til lesanda á Facebook sem langaði að heyra frá fyrrverandi fíklum varðandi hugmyndir að breytingu frá refsistefnunni sem hefur verið við lýði í áraraðir.  Sjá komment við færslu Snarrótarinnar 21. nóvember 2019.

The post Afhverju afglæpavæðing appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/afhverju-afglaepavaeding/feed/ 0
Umsögn Snarrótarinnar um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-thingsalyktunartillogu-um-cbd-i-almennri-solu/ http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-thingsalyktunartillogu-um-cbd-i-almennri-solu/#comments Wed, 27 Nov 2019 15:50:24 +0000 http://snarrotin.is/?p=3480 Snarrótin sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu, 285. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020. Tillagan miðar að því að fela heilbrigðisráðherra að gera viðeigandi ráðstafanir til að gera sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. Snarrótin fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Rakin er m.a. niðurstaða […]

The post Umsögn Snarrótarinnar um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu appeared first on Snarrótin.

]]>
Snarrótin sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu, 285. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020.

Tillagan miðar að því að fela heilbrigðisráðherra að gera viðeigandi ráðstafanir til að gera sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu.

Snarrótin fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Rakin er m.a. niðurstaða nefndar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um gagnsemi CBD í lækningaskyni; að CBD hefði engin vímuáhrif og hefði enga þá eiginleika sem gæfu til kynna möguleika á ávanabindingu eða misnotkun og að  CBD hefði sannað sig sem árangursríkt lyf gegn flogaveiki og mögulega gagnlegt lyf við margs konar heilsufarskvillum.

Umsögnina má lesa hér

The post Umsögn Snarrótarinnar um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-thingsalyktunartillogu-um-cbd-i-almennri-solu/feed/ 0
Umsögn Snarrótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými) (endurflutt) http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-frumvarp-til-laga-um-breytingu-a-logum-um-avana-og-fikniefni-neyslurymi-endurflutt/ http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-frumvarp-til-laga-um-breytingu-a-logum-um-avana-og-fikniefni-neyslurymi-endurflutt/#comments Tue, 26 Nov 2019 16:29:17 +0000 http://snarrotin.is/?p=3474 Snarrótin sendi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (endurflutt), 328. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020. Frumvarpið miðar að því að heimila rekstur neyslurýma. Snarrótin bendir á að fyrir þinginu liggur annað frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem ætlað er að gera alla vörslu neysluskammta vímuefna […]

The post Umsögn Snarrótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými) (endurflutt) appeared first on Snarrótin.

]]>
Snarrótin sendi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (endurflutt), 328. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020.

Frumvarpið miðar að því að heimila rekstur neyslurýma.

Snarrótin bendir á að fyrir þinginu liggur annað frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem ætlað er að gera alla vörslu neysluskammta vímuefna refsilausa og vísar til umsagnar sinnar um það mál. Frumvarp um neyslurými gengur skemur en það frumvarp og því mælir Snarrótin með að það verði samþykkt frekar, en frumvarp um neyslurými einungis til þrautavara.

Umsögnina má lesa hér

The post Umsögn Snarrótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými) (endurflutt) appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/umsogn-snarrotarinnar-um-frumvarp-til-laga-um-breytingu-a-logum-um-avana-og-fikniefni-neyslurymi-endurflutt/feed/ 0
Snarrótin færir þingmönnum jólabók http://snarrotin.is/snarrotin-faerir-thingmonnum-jolabok/ http://snarrotin.is/snarrotin-faerir-thingmonnum-jolabok/#comments Mon, 25 Nov 2019 14:04:57 +0000 http://snarrotin.is/?p=3428 Fulltrúar Snarrótarinnar færðu þingmönnum snemmbúna jólabók á Alþingi í dag.  Allir 63 þingmenn fengu sérstaklega áritað eintak frá Snarrótinni af bókinni Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins eftir Johann Hari sem er nýútkomin í íslenskri þýðingu Halldórs Árnasonar. Í bókinni rekur höfundur upphaf og þróun glæpavæðingar vímuefna – hins svokallaða fíknistríðs – og þann […]

The post Snarrótin færir þingmönnum jólabók appeared first on Snarrótin.

]]>
Fulltrúar Snarrótarinnar færðu þingmönnum snemmbúna jólabók á Alþingi í dag. 

Allir 63 þingmenn fengu sérstaklega áritað eintak frá Snarrótinni af bókinni Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins eftir Johann Hari sem er nýútkomin í íslenskri þýðingu Halldórs Árnasonar. Í bókinni rekur höfundur upphaf og þróun glæpavæðingar vímuefna – hins svokallaða fíknistríðs – og þann mannlega harmleik sem hún hefur haft í för með sér. Óhætt er að segja að Hari tæti í sig margar af forsendunum sem þessi stefna er byggð á og þannig leggur hann grundvöllinn að nýrri nálgun, þeirri sem Snarrótin hefur barist fyrir allt frá stofnun, mannúðlegri vímuefnastefnu sem byggist á skaðaminnkun og gagnreyndum aðferðum. 

Johann Hari var staddur hérlendis í þarsíðustu viku til að flytja fyrirlestra um efni bókarinnar og fagna íslensku útgáfunni og var af því tilefni tekið viðtal við hann í Víglínunni á Stöð 2, þar sem dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var spurð álits á efni bókarinnar og var hún afdráttarlaus í svörum sínum: „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“.

Snarrótinni þótti því vel við hæfi að færa þingmönnum bókina, ekki síst þar sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga sem ætlað er að gera vörslu á neysluskömmtum vímuefna refsilausa. Snarrótin hefur veitt frumvarpinu jákvæða umsögn og fulltrúar hennar mætt á fund velferðarnefndar til að fylgja þeirri umsögn eftir en framhaldið er síðan í höndum þingmanna – sem og bókin.

The post Snarrótin færir þingmönnum jólabók appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/snarrotin-faerir-thingmonnum-jolabok/feed/ 0
Johann Hari: ,,Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði að halda?” http://snarrotin.is/johann-hari/ http://snarrotin.is/johann-hari/#comments Tue, 12 Nov 2019 23:33:10 +0000 http://snarrotin.is/?p=3420 Blaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Johann Hari dvelst þessa dagana á Íslandi í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar hinnar margrómuðu bókar hans Chasing the Scream en í þýðingu Halldórs Árnasonar heitir bókin Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins og bætist hún senn í jólabókaflóðið. Hari mun flytja fyrirlestra á tveimur fundum, öðrum fimmtudaginn 14. nóvember en hinum föstudaginn 15. nóvember. […]

The post Johann Hari: ,,Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði að halda?” appeared first on Snarrótin.

]]>
Blaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Johann Hari dvelst þessa dagana á Íslandi í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar hinnar margrómuðu bókar hans Chasing the Scream en í þýðingu Halldórs Árnasonar heitir bókin Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins og bætist hún senn í jólabókaflóðið.

Hari mun flytja fyrirlestra á tveimur fundum, öðrum fimmtudaginn 14. nóvember en hinum föstudaginn 15. nóvember. Báðir fundirnir eru haldnir í stofu 101 í Odda frá 16:30 – 18:00. Fundurinn á fimmtudaginn er á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en fundurinn á föstudaginn er á vegum Snarrótarinnar, Rótarinnar og Frú Laufeyjar.

Fimmtudagsfundinn má sjá hér á Facebook. Þar er nálgunin akademískari, útgangspunkturinn er spurningin Er stríðið við fíkniefnin tapað?

Föstudagsfundurinn er hér. Þar er nálgunin nær grasrótinni, útgangspunkturinn er spurningin Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði að halda?

Áhugasöm eru eindregið hvött til að mæta á báða fundina þar sem nálgunin á viðfangsefnið er ögn ólík eftir fundum – en að sjálfsögðu er lágmark að mæta á annan þeirra.

Loks er ekki úr vegi að minnast á útgáfuhóf sem Nýhöfn, útgefandi þýddu útgáfunnar, heldur á laugardaginn klukkan 14:00 í Grófinni (Tryggvagötu 15).

Johann Hari er verðlaunablaðamaður sem hefur í seinni tíð einbeitt sér að bókaskrifum. Bók hans frá 2015 um fíknistríðið, Chasing the Scream, rataði á metsölulista New York Times og hefur fengið margar lofsamlegar umsagnir, meðal annars frá Noam Chomsky, Sam Harris, Elton John, Naomi Klein, Stephen Fry, Glenn Greenwald – og síðast en ekki síst prófessor David Nutt sem kom hingað til Íslands árið 2014 og hélt fyrirlestur í boði Snarrótarinnar Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands.

Í bókinni rekur hann á hispurslausan hátt upphaf og þróun glæpavæðingar vímuefna – hins svokallaða fíknistríðs – og þann mannlega harmleik sem hún hefur haft í för með sér. Óhætt er að segja að Hari tæti í sig margar af forsendunum sem þessi stefna er byggð á og þannig leggur hann grundvöllinn að nýrri nálgun, þeirri sem Snarrótin hefur barist fyrir allt frá stofnun, mannúðlegri vímuefnastefnu sem byggist á skaðaminnkun og gagnreyndum aðferðum.

Upptaka af föstudagsfyrirlestrinum

The post Johann Hari: ,,Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði að halda?” appeared first on Snarrótin.

]]>
http://snarrotin.is/johann-hari/feed/ 0