Snarrótin sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um CBD í almennri sölu, 285. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020.

Tillagan miðar að því að fela heilbrigðisráðherra að gera viðeigandi ráðstafanir til að gera sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu.

Snarrótin fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Rakin er m.a. niðurstaða nefndar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um gagnsemi CBD í lækningaskyni; að CBD hefði engin vímuáhrif og hefði enga þá eiginleika sem gæfu til kynna möguleika á ávanabindingu eða misnotkun og að  CBD hefði sannað sig sem árangursríkt lyf gegn flogaveiki og mögulega gagnlegt lyf við margs konar heilsufarskvillum.

Umsögnina má lesa hér

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.