BJÖRGVIN MÝRDAL SKRIFAR – Vísir.is, 27. apríl 2014: Hersýningin í Reykjavík.

,,Á Páskadag, um fjögur leytið, fór ég að sækja bíl niður í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þangað var komið minntist ég þess að hin alþjóðlegu og árlegu ,,420” kannabis-mótmæli voru að hefjast á Austurvelli, líkt og venja er 20. apríl ár hvert, kl. 20 mínútur yfir fjögur.

Erlendis eru þetta jafnan talin ein ,,þægilegustu” mótmæli sem lögregla viðkomandi landa þekkir vegna óvenju prúðra og vingjarnlegra mótmælenda. Til gamans má geta að þessi tilteknu mótmæli gegn kannabisbanninu hafa farið fram í hátt í þúsund borgum víðs vegar um heiminn á síðustu árum.

Valdníðslu og mannréttindabrotum stjórnvalda, ásamt dæmum um ofbeldi lögreglu í garð vímuefnaneytenda, er mótmælt harðlega. Það geri ég líka. Allt rétthugsandi fólk, og þá sérstaklega rétthugsandi fólk sem á börn og er hreint ekki sama um framtíð þeirra, hljóta að taka heilshugar undir þessi mótmæli. Kannabisbannið er ofbeldi gagnvart venjulegu fólki, og hrein og klár aðför að almennri skynsemi.”

Lesa framhaldið hér: Hersýningin í Reykjavík.
 

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.