Snarrótin sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu (endurflutt), 7. mál á 150. löggjafarþingi 2019-2020.
Tillagan miðar að því að lög verði sett um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.
Snarrótin fagnar tillögunni og telur hana fela í sér mikla réttarbót.