Stimplun er þýðing á enska orðinu stigma en það orð hefur lengi verið notað og eru elstu dæmi tengd þrældómi. Fólk var stimplað í bókstaflegri merkingu til aðgreiningar frá frjálsum mönnum.

Félagafræðingurinn Ervin Goffmann sagði m.a. frá því, í bók sem hann gaf út árið 1963, að stimplun væri ferli þar sem viðbrögð annarra spilli eðlilegri sjálfsmynd einstaklingsins.

Stimplun spillir eðlilegri sjálfsmynd einstaklingsins og veldur félagslegri útskúfun.

Samkvæmt þessu má segja að félagsleg stimplun feli í sér félagslega fordæmingu sem getur beinst að einstaklingum eða hópum sem bera önnur sérkenni eða brjóta í bága við það sem telst vera æskilegur lífstíll í tilteknu samfélagi eða menningu.

Stimplun getur því leitt til félagslegrar úrskúfunar. Náskylt stimplun eru fordómar og einelti sem margir íslenskir kannabisneytendur af yngri kynslóðinni kvarta undan.

Ekki eingöngu af hendi lögreglumanna sem stöðva þau á götum úti og vilja t.d. leita í bifreiðum þeirra eða vösum, heldur enn fremur frá þeim sem síst skyldi.

Nefnilega forvarnarfulltrúum! Fólki sem er treyst fyrir því að upplýsa ungmenni landsins um áhrif löglegra og ólöglegra vímuefna.

Gott dæmi eru ummæli sem Andrés Magnússon geðlæknir viðhefur á glærum sem hann sýnir í nafni forvarna í framhaldsskólum og jafnvel í Háskóla Íslands.

Þar segir svart á hvítu:

Ekkert gerist í lífi hassistans, hann lýkur aldrei við neitt, frestar öllu til morguns, er alltaf blankur.

Er þetta boðlegt sem forvarnarefni?

Svona áróður spillir eðlilegri sjálfsmynd kannabisneytenda, auk þess sem unglingar vita að fullyrðingin stenst ekki. Margir kannabisneytendur hafa látið gott af sér leiða. Bæði í stjórnmálum og listum, einnig í viðskiptum, vísindum og tækni.

Bannað var að taka ljósmyndir eða hljóðrita neitt sem fór fram á málþinginu.

Rannsóknir sýna að stimplun, fordæming og fordómar af þessu tagi skerða lífsgæði ungs fólks og ýtir undir einelti, félagslega útskúfun og jafnvel ofbeldi í garð viðkomandi.

Ljósmyndin hér að neðan var tekin á málþingi um kannabis sem haldið var í Háskóla Íslands á vegum Lýðheilsufélags læknanema. Þar sést Andrés Magnússon og þessi sama glæra sem hefur gert víðreisn um framhaldsskóla landsins.

Af einhverjum ástæðum var bannað að taka ljósmyndir eða hljóðrita neitt af því sem fór fram á málþinginu. Fundargestum var tilkynnt það formlega áður en málþingið hófst.

Nokkrar ljósmyndir sluppu þó í gegn. Hér er ein sem var smyglað út af fundi Lýðheilsufélags læknanema.

Stimplun og fordómar í vímuefnaforvörnum

 

Tímabært er að endurskoða vímuefnaforvarnir í menntakerfinu. Þar hafa alls kyns grillufangarar vaðið út og inn, eftirlitslaust, og ekkert af boðskap þeirra verið staðreynt. Hvað þá að einstök forvarnaverkefni hafi verið árangursmetin af hlutlausum þriðja aðila.

Tímabært er að endurskoða vímuefnaforvarnir í menntakerfinu. Þar hafa alls kyns grillufangarar vaðið út og inn, eftirlitslaust.

Á síðasta ári var spurst fyrir um árangursmat og eftirlit með forvarnarverkefnum hjá Menntamálaráðuneytinu og svarið var núll. Það hefur ekkert forvarnarverkefni verið árangursmetið síðan skömmu eftir 1990, þegar Lion’s Quest var metið og reyndist ekki árangursríkt.

Allmikill úlfaþytur varð þegar Reykjavíkurborg setti reglur um starfsemi lífsskoðunarfélaga í skólum. Ekki virtist hvarfla að nokkrum manni að ,,forvarnaverkefni” á borð við Maríta-fræðsluna eða Bara gras bæri að flokka með lífsskoðunarfélögum.

Einnig mætti nefna Blátt áfram og vafalaust fleiri. Skólunum hefur verið boðið upp á ótrúlega vont fræðsluefni í nafni forvarna og fæstir skólastjórar haft hugsun á að vísa predikurunum á dyr.

Fordómar og neikvæð viðhorf í garð þeirra sem kjósa að neyta ólöglegra vímuefna eru afar útbreidd. Þau ýta undir félagslega útskúfun eins og þetta myndband eftir Ungversku mannréttindasamtökin (HCLU) sýnir.

Sigurfreyr Jónasson er forritari og vefhönnuður sem hefur um árabil kynnt sér sögu vímuefna, tilurð fíkniefnabannsins og afleiðingar stríðsins gegn neytendum tiltekinna vímugjafa. Hann er vefstjóri Snarrótar – Samtaka um borgaraleg réttindi og hefur skrifað greinar um margvísleg efni á vefsíðunum Sigurfreyr.com, Margmiðlun og Netvarp Sigurfreys.

Fréttabréf Snarrótarinnar

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir og tilkynningar um viðburði.

Netfangið þitt er trúnaðarmál og er ekki gefið öðrum. Þú getur skráð þig af listanum hvenær sem er.